Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, við setningu Búnaðarþings 2022.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, við setningu Búnaðarþings 2022.
Mynd / HKr
Fréttir 31. mars 2022

Framsýnn landbúnaður – Búnaðarþing 2022

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirskrift Búnaðarþings 2022, sem sett var í dag, er Framsýnn landbúnaður. Þingið var sett á Hótel Natura, klukkan 11:00, í dag með setningaræður Gunnars Þorgeirssonar formanns samtakanna.

Auk Gunnars ávörpuðu Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Eivind Haalien frá Nyt Norge þingið við setninguna.

Yfirskrift Búnaðarþingsins Framsýnn landbúnaður er ætlað að endurspeglar þá vegferð Bændasamtakanna með sameinuðum samtökum allra búgreina í landbúnaði.

Að lokinni setningu hófust nefndarstörf, hjá 63 kjörnum fulltrúum bænda inn á þingið, sem halda áfram föstudaginn 1. apríl.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að efst á baugi á þinginu að þessu sinni verði stefnumörkun Bændasamtakanna og fjármögnun samtakanna til frambúðar. „Við vonumst hins vegar einnig eftir alvöru umræðum um fæðuöryggi í kjölfar erinda frá ráðamönnum þjóðarinnar. Aðgerðir til skamms og lengri tíma fyrir landbúnað sem undirstöðuatvinnugrein íslenskrar þjóðar eru nauðsynlegar.“

Skylt efni: Búnaðarþing 2022

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...