Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Framtíðarsundgarpar
Fréttir 9. júlí 2024

Framtíðarsundgarpar

Höfundur: Bryndís Sigurðardóttir

Á Húsavík hefur frá árinu 1992 verið haldið sundnámskeið fyrir fjögurra til sex ára gömul börn og þá er líf í tuskunum í sundlauginni.

Að sögn Árnýjar Björnsdóttur, íþróttakennara og stjórnanda Leikskólasundsins, er þetta árviss og vel metinn viðburður á Húsavík. „Það eru um 70 börn sem mæta þetta sumarið, sex hópar og hver er í 30 mínútur í einu,“ segir hún og bætir við að börnin séu af mörgum þjóðernum en öll öðlist þau meira sjálfstraust í vatninu og mjög tilbúin í alvörusund eftir námskeiðið.

„Foreldrarnir eru stundum í vandræðum með að koma kútum á þau eftir námskeiðið, þau eru orðin svo frökk og dugleg og vilja bara synda eins og hinir.“

Í námskeiðinu felst að kenna þeim að nota klefana, skápana og sturtuna og að leika sér í vatninu, reyna að losna við vatnshræðslu ef hún er til staðar og þá er kominn grundvöllur fyrir alvöru sundkennslu. „Við erum ekki bara að leika okkur, við kennum tæknina og undirstöðuna,“ segir Árný enn fremur.

Um er að ræða átta skipti og venjulega er byrjað á miðvikudegi og endað á föstudegi en vegna stórhríðar og norðanáhlaups þetta árið þurfti að fresta fyrsta tímanum, hefjast handa á fimmtudegi og nýta laugardaginn í staðinn.

„Við erum tvær sem sjáum um þetta, ég og Valdís Jósefsdóttir, en með okkur eru alltaf einn til þrír unglingar úr unglingavinnu Norðurþings, litlu skinnin ná ekki alltaf niður og það þarf að vera til taks fyrir þau.“

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...