Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fresta þarf námsdvöl búfræðinema
Mynd / HKr.
Fréttir 24. mars 2020

Fresta þarf námsdvöl búfræðinema

Höfundur: Ritstjórn

Fresta þarf allri námsdvöl búfræðinema við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri vegna samkomubannsins sem nú hefur tekið gildi.

Námsdvölin var fyrirhuguð í lok mars, en nemendur í búfræði fara vanalega í 12 vikna vettvangsdvöl á kennslubúum víðsvegar um landið á þessum tíma.

Þetta kemur fram í frétt á vef Skessuhorns. Haft er eftir Kristínu Sveineyju Baldursdóttur, sem sér um námsdvöl nemenda við skólann, að þetta hafi verið ákveðið eftir fund rektors með starfsfólki úr ráðuneytinu. Ekki sé vitað hvenær nemendurnir komist í námsdvölina. 

Hún segir að allt sé reynt til að láta ástandið ekki koma niður á nemendum. „Við leggjum allt kapp á að þeir útskrifist á réttum tíma. Við erum að skoða núna hvort hægt sé að stytta verknámið og hugsanlega að leyfa nemendum að vera í námsdvöl á sínum heimabæ að litlum hluta. Það er bara mikil óvissa þessa dagana eins og hjá mörgum í samfélaginu. Bændur hafa þó tekið þessu vel og allir sýna þeir ástandinu mikinn skilning sem léttir auðvitað undir,“ segir Kristín í viðtali við Skessuhorn.

Í fréttinni kemur fram að kennsla hafi að öðru leyti verið færð yfir á form fjarkennslu, eins og raunin hafi verið með aðra framhalds- og háskóla, og skólinn hafi verið ágætlega undir slíkt búinn.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...