Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fresta þarf námsdvöl búfræðinema
Mynd / HKr.
Fréttir 24. mars 2020

Fresta þarf námsdvöl búfræðinema

Höfundur: Ritstjórn

Fresta þarf allri námsdvöl búfræðinema við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri vegna samkomubannsins sem nú hefur tekið gildi.

Námsdvölin var fyrirhuguð í lok mars, en nemendur í búfræði fara vanalega í 12 vikna vettvangsdvöl á kennslubúum víðsvegar um landið á þessum tíma.

Þetta kemur fram í frétt á vef Skessuhorns. Haft er eftir Kristínu Sveineyju Baldursdóttur, sem sér um námsdvöl nemenda við skólann, að þetta hafi verið ákveðið eftir fund rektors með starfsfólki úr ráðuneytinu. Ekki sé vitað hvenær nemendurnir komist í námsdvölina. 

Hún segir að allt sé reynt til að láta ástandið ekki koma niður á nemendum. „Við leggjum allt kapp á að þeir útskrifist á réttum tíma. Við erum að skoða núna hvort hægt sé að stytta verknámið og hugsanlega að leyfa nemendum að vera í námsdvöl á sínum heimabæ að litlum hluta. Það er bara mikil óvissa þessa dagana eins og hjá mörgum í samfélaginu. Bændur hafa þó tekið þessu vel og allir sýna þeir ástandinu mikinn skilning sem léttir auðvitað undir,“ segir Kristín í viðtali við Skessuhorn.

Í fréttinni kemur fram að kennsla hafi að öðru leyti verið færð yfir á form fjarkennslu, eins og raunin hafi verið með aðra framhalds- og háskóla, og skólinn hafi verið ágætlega undir slíkt búinn.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...