Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fresta þarf námsdvöl búfræðinema
Mynd / HKr.
Fréttir 24. mars 2020

Fresta þarf námsdvöl búfræðinema

Höfundur: Ritstjórn

Fresta þarf allri námsdvöl búfræðinema við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri vegna samkomubannsins sem nú hefur tekið gildi.

Námsdvölin var fyrirhuguð í lok mars, en nemendur í búfræði fara vanalega í 12 vikna vettvangsdvöl á kennslubúum víðsvegar um landið á þessum tíma.

Þetta kemur fram í frétt á vef Skessuhorns. Haft er eftir Kristínu Sveineyju Baldursdóttur, sem sér um námsdvöl nemenda við skólann, að þetta hafi verið ákveðið eftir fund rektors með starfsfólki úr ráðuneytinu. Ekki sé vitað hvenær nemendurnir komist í námsdvölina. 

Hún segir að allt sé reynt til að láta ástandið ekki koma niður á nemendum. „Við leggjum allt kapp á að þeir útskrifist á réttum tíma. Við erum að skoða núna hvort hægt sé að stytta verknámið og hugsanlega að leyfa nemendum að vera í námsdvöl á sínum heimabæ að litlum hluta. Það er bara mikil óvissa þessa dagana eins og hjá mörgum í samfélaginu. Bændur hafa þó tekið þessu vel og allir sýna þeir ástandinu mikinn skilning sem léttir auðvitað undir,“ segir Kristín í viðtali við Skessuhorn.

Í fréttinni kemur fram að kennsla hafi að öðru leyti verið færð yfir á form fjarkennslu, eins og raunin hafi verið með aðra framhalds- og háskóla, og skólinn hafi verið ágætlega undir slíkt búinn.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...