Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fresta þarf námsdvöl búfræðinema
Mynd / HKr.
Fréttir 24. mars 2020

Fresta þarf námsdvöl búfræðinema

Höfundur: Ritstjórn

Fresta þarf allri námsdvöl búfræðinema við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri vegna samkomubannsins sem nú hefur tekið gildi.

Námsdvölin var fyrirhuguð í lok mars, en nemendur í búfræði fara vanalega í 12 vikna vettvangsdvöl á kennslubúum víðsvegar um landið á þessum tíma.

Þetta kemur fram í frétt á vef Skessuhorns. Haft er eftir Kristínu Sveineyju Baldursdóttur, sem sér um námsdvöl nemenda við skólann, að þetta hafi verið ákveðið eftir fund rektors með starfsfólki úr ráðuneytinu. Ekki sé vitað hvenær nemendurnir komist í námsdvölina. 

Hún segir að allt sé reynt til að láta ástandið ekki koma niður á nemendum. „Við leggjum allt kapp á að þeir útskrifist á réttum tíma. Við erum að skoða núna hvort hægt sé að stytta verknámið og hugsanlega að leyfa nemendum að vera í námsdvöl á sínum heimabæ að litlum hluta. Það er bara mikil óvissa þessa dagana eins og hjá mörgum í samfélaginu. Bændur hafa þó tekið þessu vel og allir sýna þeir ástandinu mikinn skilning sem léttir auðvitað undir,“ segir Kristín í viðtali við Skessuhorn.

Í fréttinni kemur fram að kennsla hafi að öðru leyti verið færð yfir á form fjarkennslu, eins og raunin hafi verið með aðra framhalds- og háskóla, og skólinn hafi verið ágætlega undir slíkt búinn.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...