Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Neytendur hafa tekið rafmagnsbílunum fagnandi. Fjölgar þeim nú mjög ört um allan heim. Flestir þeirra eru búnir rafhlöðum sem illa hefur gengið að endurvinna þrátt fyrir fögur fyrirheit og hafa menn af því vaxandi áhyggjur.
Neytendur hafa tekið rafmagnsbílunum fagnandi. Fjölgar þeim nú mjög ört um allan heim. Flestir þeirra eru búnir rafhlöðum sem illa hefur gengið að endurvinna þrátt fyrir fögur fyrirheit og hafa menn af því vaxandi áhyggjur.
Fréttaskýring 6. júlí 2021

Forseti Bandaríkjanna kominn með áhyggjur af ónýtum bílarafhlöðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Rafknúnir bílar seljast nú eins og heitar lummur og flestir eru þeir búnir Liþíum-Ion rafhlöðum. Fullyrt er að rafbílar muni yfirtaka bílamarkað heimsins á næstu 5 til 10 árum. Þetta hefur verið knúið áfram undir slag­orðum náttúruverndar og bar­áttu gegn losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Þetta er þó ekki tekið út með sældinni því farnar eru að hlaðast upp rafhlöður úr ónýtum rafbílum sem fáir hafa áhuga á að endurnýta.

Vegna stöðunnar eru ­farn­­ar að renna tvær grímur á þjóðar­leiðtoga á borð við Joe Biden Bandaríkja­forseta. Þeir eru farnir að viðurkenna að námugröftur eftir þeim sjald­gæfu málmum sem þarf í allar bílarafhlöðurnar er bara alls ekkert umhverfis­vænn né framleiðslan á rafhlöð­unum sjálfum.

Bandaríkjaforseti vill stórauka endurvinnslu á bílarafhlöðum

Þann 5. júní síðastliðinn birti Reuters frétt um að Joe Biden Banda­ríkjaforseti hafi sett í gang áætlun sem miðar að því að stórauka endur­vinnslu á bílarafhlöðum. Á það að vera hluti af loftslagsmarkmiðum forsetans. Reyndar hafa Demókratar í Bandaríkjunum verið harðir á að hrinda í gang áætlunum um að meirihluti bíla sem bandarískir bílaframleiðendur framleiða 2030 verði rafmagnsbílar og að allir bílar á götum Bandaríkjanna verði orðnir rafmagnsbílar árið 2040.

Endurvinnsla á bílarafhlöðum er hins vegar mjög flókin og kostnaðarsamt er að endurvinna þungmálmana úr rafhlöðunum. Þá eru rafhlöðurnar mismunandi milli framleiðenda og efnainnihald ólíkt. Þrjár megin gerðir eru til sem byggja á bakskautum úr nickel-kóbalt og áli, í öðru lagi úr járnfosfati og í þriðja lagi á nikkel, magnesíum og kóbalti. Því er hugmyndin líka sú að upphugsa leiðir til að minnka umfang sjaldgæfra málma í rafhlöðunum. Þeir bjartsýnustu telja að hægt verði að draga úr námugreftri eftir liþíum árið 2040 um 25% ef það tekst að endurvinna þann málm úr notuðum rafhlöðum og um 35% er varðar kóbalt. Er bandaríski hluti Energy's Argonne National Laboratory þegar sagður vera á kafi í slíkum rannsóknum. Umhverfismálaráðuneyti Banda­ríkjanna hefur þegar sett um 15 milljónir dollara í það sem nefnt hefur verið ReCell Center sem á að samhæfa rannsóknir vísindamanna og stofnana varðandi endurvinnslu á rafhlöðum. Bretar hafa sett í gang svipaðar aðgerðir sem kallaðar eru ReLiB verkefnið.

Bilarafhlöður eru afar mismunandi að gerð og efnasamsetningu sem gerir alla endurvinnslu á þeim mjög erfiða.

Um 8 milljón bílarafhlöður gætu endað á bandarískum ruslahaugum

Á síðasta ári seldust um 2,5 milljónir rafmagnsbíla í heiminum. Búist er við að sú sala aukist um 70% á yfirstandandi ári og haldi síðan stöðugt áfram að aukast til 2040 samkvæmt markaðsspá IHS Markit. Þá spá sérfræðingar á markaði því að 145 milljónir rafbíla verði komnir á göturnar 2030, en þeir voru orðnir um 11 milljónir á árinu 2020.

Til þessa hafa ekki nema um 5% af bílarafhlöðum sem teknar hafa verið úr umferð farið í einhvers konar endurvinnslu. Fréttaveita Bloomberg telur að um ein milljón bílarafhlaða verði komnar úr umferð árið 2027. Þegar eru farnar að hlaðast upp slíkar rafhlöður í stórum stíl með tilheyrandi mengunarhættu. Ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða við endurvinnslu bílarafhlaða þá búast bandarísk yfirvöld við að 8 milljónir tonna af ónýtum bílarafhlöðum endi á ruslahaugum eða í landfyllingum í Bandaríkjunum einum árið 2040.
Greenpeace hefur áætlað að 7,05 milljón tonna af ónýtum Liþíum -Ion bílarafhlöðum muni falla til í Kína á árunum 2021 til 2030. Fjallað var um málið í South China Morning Post þann 19. mars síðastliðinn.

Víðar eru áhyggjur að kvikna vegna óvistvænna bílarafhlaða. Evrópu­sambandið er þannig sagt vera að „íhuga“ að draga úr útflutningi á málm­úrgangi, þar með talið á bíla­rafhlöðum, og að hvatt verði til endur­vinnslu á heimamarkaði.

Vonir standa þó líka til að uppbygging innviða fyrir vetnis­væð­ingu muni smám saman draga úr þörf á notkun rafhlaða í rafmagnsbílum. Einnig að ný gerð af rafhlöðum innihaldi ekki eins mikið af þung­málmum og núverandi rafhlöður og verði jafnframt endingarbetri.

Vill ná forskoti á Kínverja með milljarða dollara innspýtingu

Bandaríkjaforseti hyggst ná forskoti á Kína, bæði í framleiðslu á rafbílum, rafhlöðum í alla rafmagnsbílana sem og endurvinnslu. Kínverjar, með sitt risafyrirtæki í rafhlöðuiðnaði, Gangfeng Lihium Co. Ltd., settu hins vegar í gang svipaða áætlun á síðastliðnu hausti. Hafa Kínverjar mikið forskot á aðrar þjóðir í þessum geira, bæði í rafbílaframleiðslu, rafhlöðu­framleiðslu og í námu­vinnslunni sjálfri.

Til að mæta þessu lagði Bandaríkja­­forseti það til í apríl að dælt yrði 174 milljörðum dollara inn í bandarískan bílaiðnað. Þá hafa 100 milljarðar verið eyrnamerktir í niðurgreiðslur á rafmagnsbílum til neytenda í Bandaríkjunum.

Sjaldgæfum plöntum og dýrum fórnað fyrir bílarafhlöður

Bandaríkjamenn skortir líka aðgang að líþíum og kóbalti til að geta drifið sína rafbílavæðingu áfram. Á námusvæðum hafa líka komið upp deilumál um umhverfisvernd. Á svæði í norðanverðu Nevada-ríki fundust t.d. vænlegar liþíum-námur. Vandinn var bara að á yfirborðinu sem þurfti þá að raska, voru plöntur (Tiehm's buckwheat) sem hvergi var annars staðar að finna í heiminum og því ekki hægt að grafa. Í september í fyrra vildi svo til að plönturnar drápust allt í einu eina nóttina á einhvern dularfullan hátt. Þá var ekkert því til fyrirstöðu að hefja námuvinnsluna.

Greint var frá því hjá frétta­stofu Reuters í mars sl. að umhverfis­verndar­samtök hygðust lögsækja ástralska námufyrirtækið Ioneer Ltd. fyrir plöntudrápið. Þá er talað um að námugröfur á þessum stað muni líka skaða uppeldissvæði villtrar antilóputegundar.
Einnig hefur komið til árekstra við frumbyggja Ameríku í Arizona vegna námugraftar. Neyddist ríkisstjórn Joe Biden m.a. til að grípa inn í og banna Rio Tinto námugröft á svæði frumbyggjanna

Friðunarstefna og rafbílavæðing stangast á

Virðist sem umhverfisverndarstefna Joe Biden forseta sé að verða honum til trafala í viðleitninni við að hraða innleiðingu rafbílavæðingar. Að sögn greinarhöfundar Reuters hefur hann viljað vernda að minnsta kosti 30% af því landi sem er í eigu alríkisins og í strandhéruðum og þrefalda þar með verndarsvæði í Bandaríkjunum. Á þessum svæðum eins og í Nevada er einmitt að finna nauðsynleg hráefni eins og liþíum fyrir rafbílavæðinguna.

„Þú getur ekki notið grænnar orku (í bílum) nema að stunda námugröft. Það er bara veruleikinn,“ segir Mark Senti forstjóri Advanced Magnet Lab Inc.

Skylt efni: rafbílar | bílarafhlöður

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...