Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Á miðunum.
Á miðunum.
Mynd / Alfons Finnsson
Fréttaskýring 28. júní 2021

Hvar eru 500 þúsund tonnin?

Höfundur: Arthur Bogason

Það hefur aldrei þótt til fyrirmyndar að spóla látlaust í sömu hjólförunum. Sjálfur eyðilagði ég tvö dekk undir trukknum mínum fyrir fáeinum árum vegna þess að ég neitaði að viðurkenna þá staðreynd að ég yrði að hunskast undan stýri og grípa til annarra aðgerða.

Það er greinilega talsvert betra efni í hjólbörðunum undir Hafró­trukknum. Hann hefur nú spólað í sama farinu látlaust í 37 ár og ekki annað að heyra á bílstjóranum en að eina vitið sé að halda því áfram.

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda.

Ég get ekki ímyndað mér að Þorsteini Sigurðssyni, nýskipuðum forstjóra Hafró, hafi liðið vel að stíga í pontu með þau skilaboð til þjóðarinnar að stofnunin leggi til 13% samdrátt í þorskveiðum frá síðasta ári.

Ég á líka erfitt með að ímynda mér að starfsfólk stofnunarinnar velti því ekki fyrir sér hvort það sé ekki eitthvað stórkostlega rangt við þá aðferðafræði og nýtingarstefnu sem rekin hefur verið af fullkominni einurð af hendi stofnunarinnar í hátt í fjóra áratugi.

Við sitjum uppi með þá staðreynd að árið 1984 voru leyfð 220 þúsund tonn í þorskveiðum af óslægðum þorski – sem endaðu reyndar í rúmum 281 þúsund tonns veiði það árið. Sú umframkeyrsla hafði lítil ef nokkur áhrif á ráðgjöfina ári síðar. Stofnunin lagði þá til 300 þúsund tonn af óslægðum þorski – í stað þess að leggja til að dregið yrði úr veiðinni sem næmi „umframkeyrslunni“.
Ráðgjöf Hafró fyrir næsta fiskveiðiár (2021/2022) er rúm 222 þúsund tonn af óslægðum þorski. Tölurnar eru á sömu slóðum og fyrir 37 árum, í upphafi kvótakerfisins.

Hvernig í ósköpunum stendur á því að frá ráðamönnum þjóðarinnar heyrist hvorki hósti eða stuna? Og samtök stórútgerðarinnar slá sér á brjóst fyrir „stórkostlegan árangur á heimsmælikvarða“ með möntrum sem þau samtök hafa fyrir löngu komið sér upp.

Það er nauðsynlegt að rifja upp, eina ferðina enn hvað stofnunin lét frá sér fara fyrir daga kvótakerfisins.

Í frægustu skýrslu íslenskrar fiskifræði, „Svörtu skýrslunni“ sem gefin var út árið 1975 var ástandi þorskstofnsins lýst á þann veg að hann væri við dauðans dyr. Það reyndist dauðans vitleysa. Örfáum árum síðar brast á metvertíð á Íslandsmiðum.

Á Fiskiþingi árið 1979 las þáverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunar upp áhrifamikinn kafla úr svörtu skýrslunni, svo kröftugan að áhrifanna gætir enn þann dag í dag:

„Undanfarna tvo áratugi hefur árlegur þorskafli á Íslandsmiðum numið að meðaltali um 400 þúsund tonnum. Mestur varð aflinn árið 1954 tæplega 550 þúsund tonn en minnstur árið 1967, 345 þúsund tonn. Árin 1968-1970 jókst aflinn aftur og náði hámarki árið 1970 (471 þús. tonn). Aukningin umrætt árabil stafaði að verulegu leyti af sterkum þorskgöngum frá Grænlandsmiðum. Síðan árið 1970 hefur afli farið síminnkandi (375 þús. tonn árið 1974) þrátt fyrir þrjá góða árganga frá árunum 1964-69. Þessum minnkandi afla veldur einkum tvennt: 1. Klak við Grænland árabilið 1964-1969 hefur verið mjög lélegt og því dregið verulega úr göngum þaðan. 2. Með stækkandi fiskiskipastól hefur sóknin í ókynþroska hluta stofnsins farið ört vaxandi, þannig að þeim fiskum sem ná kynþroska og ganga á hrygningarstöðvarnar fer fækkandi.

Vegna þessarar miklu sóknar í þorskinn á uppeldisstöðvunum fyrir Norður- og Austurlandi fæst ekki lengur hámarksnýting úr stofninum. Þetta ástand hefur ríkt um nokkurra ára skeið og fer versnandi.
Talið er að hámarksafrakstur þorskstofnsins sé nær 500 þús. tonn á ári. Til þess að ná þeim afla þarf að fullnægja eftirfarandi skilyrðum:

Að minnka núverandi heildar­sóknarþunga í þorskinn um helming.
1. Að koma í veg fyrir veiði smáfisks, þriggja ára og yngri, og draga verulega úr veiðum á fjögurra ára fiski“.

Sem sagt: stofnunin fullyrti að:

„Hámarksafrakstur þorsk­stofnsins sé nær 500 þúsund tonn­um“.
Sem ég lít yfir sviðið í dag sé ég harla fáa vitna í þessa staðreynd.

Fyrir stundu (15. júní) hlustaði ég á formann LÍÚ (skammstafað SFS) mæra „vísindin“ og samkvæmt venju leggja það til að fylgt skuli því sem Hafró segir. Þetta er svo aumkunarvert að ég nenni ekki að elta ólar við það.
Staðreyndin er sú, hvort sem mönnum líkar betur eða verr; fjálglegar yfirlýsingar Haf­rann­sóknastofnunar í upphafi kvóta­kerfisins hafa reynst kolrangar.

Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd hafa stjórnvöld kosið að setja kíkinn fyrir blinda augað. Það er löngu kominn tími til að þau setji hann fyrir hitt – í þeirri von að það auga sé ekki jafn blint og hitt.

Fiskveiðikerfið hefur, í ljósi þessara fullyrðinga Hafró, brugðist.
Sagt er að vísindin efli alla dáð. Í tilfelli íslenska fiskveiði­stjórnunarkerfisins ráða ekki vísindin för.

Hafró hefur nú endurtekið sína „vísindarannsókn“, togararallið, síðan 1985, eða í 37 ár.

Það er tími til kominn að óháðir aðilar rannsaki hvers vegna það má vera að vísindastofnun, sem lét frá sér fara á sínum tíma að íslenski þorskstofninn hefði burði til að skila 500 þúsund tonnum á land, er eftir 37 ár að leggja til að veitt skuli innan við helming þess afla.

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...