Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Fréttaskýring 21. maí 2019

Innsýn í smábátaútgerðina

Höfundur: Örn Pálsson

Landssamband smábátaeigenda var stofnað 5. desember 1985.  Aðalhlutverk félagsins frá upphafi og til dagsins í dag hefur verið hagsmunagæsla fyrir félagsmenn.

Kveikjan að stofnun LS var að koma í veg fyrir stöðvun veiða smábáta eftir að tilteknum afla yrði náð. Aflinn sem átti að miða við var 8.400 tonn. Smábátaeigendur mótmæltu og sögðu að náttúruöflin sæju um að stjórna veiðum þeirra.  Það væri nægur hemill, oft og tíðum liðu vikur milli þess að gæfi á sjó. Einnig væru veiðar þeirra takmarkaðar við veiðisvæði stutt frá landi og það væri ekki alltaf á vísan að róa á þau mið.  Svo fór að hlustað var á raddir smábátaeigenda, ekki síst þegar bent var á misvægi milli landshluta. Eitt svæði gæti búið við góðar gæftir og fiskgengd á sama tímabili sem allt gengi gegn trillukörlum á öðrum landsvæðum. 

Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

LS varð strax áberandi afl í sjávarútvegi og kom á framfæri til stjórnvalda og almennings heildstæðum sjónarmiðum smábátaeigenda. Mikill áhugi vaknaði fyrir smábátaútgerðinni sem sýndi sig best í mikilli fjölgun báta samfara auknum afla hjá þeim.  Útgerðarmynstrið sem verið hafði apríl–september breyttist með öflugri bátum og reynslumiklum sjómönnum, sem meðal annars komu af vertíðarbátum til sjálfstæðrar smábátaútgerðar.  Einnig höfðu sjómenn og skipstjórar á stærri skipum mikla löngun til að stofna sína eigin útgerð. Þannig byggðist upp hinn harði kjarni sem lagði grunninn að því sem orðið er í dag.     

Miklar breytingar

Fjölmargar ástæður lágu á bak við þessar breytingar. Þar vóg kvótasetning allra bata 12 brúttórúmlestir og stærri mjög þungt og frá 1. september 1991 bættust við allir smábátar 6 brúttórúmlestir og stærri.

Kvótasetning þessara minni báta leiddi til þess bátum fækkaði um hundruðir á næstu árum. Veiðiheimildir dugðu ekki fyrir þeim kostnaði og tekjum sem þeim var ætlað.
Aðilar stóðu þá frammi fyrir tveimur kostum, að kaupa meiri veiðiheimildir eða að selja hæstbjóðanda

Á bryggjunni á Sauðarkróki,

útgerðina og þar með veiðiheimildirnar.  Síðarnefndi hópurinn varð fjölmennari sem leiddi til áðurnefndrar fækkunar útgerðaraðila.  Í þeim hópi voru hins vegar aðilar sem ekki voru tilbúnir að leggja árar í bát. Margir þeirra sáu tækifæri í að kaupa sér smábát minni en 6 brúttórúmlestir og halda áfram útgerð. Þar var enn til staðar ákveðið frjálsræði sem væri álitlegur kostur.  Á sama tíma og bátum með veiðiheimildir bundnar í kvótum fækkaði fjölgaði virkum bátum minni en 6 brl. þar sem sóknin var takmörkuð við veiðarfæri – lína og handfæri – og banndögum.

Stækkun báta að 15 brt.

Hugmyndaflug bátasmiða og hönnuða gerði það að verkum að bátarnir teygðust í allar áttir og brátt var orðinn til öflugur floti báta sem gerður var út allt árið.

Árið 2002 var ákveðið að breyta stærðarmörkum þessara báta og færa hámarksstærð þeirra upp að 15 brúttótonnum.  Við þá ákvörðun breyttist margt.  Bátarnir gátu fært meiri afla að landi í hverri veiðiferð, betri aðstaða var fyrir frágang á afla og aðbúnað fyrir áhöfn. Auk þessa var nú hægt að sækja lengra út og þar með meiri möguleikar á að veiða fleiri tegundir en þorsk.  Þar sem lengst af voru að hámarki tveir í áhöfn voru orðin dæmi um fjóra um borð.  

Gagnrýnt var að stækkunin gæti haft í för með sér misvægi milli aðila og veiðiheimildir mundu þjappast saman og útgerðum þar með fækka. Engum átti í raun að koma það á óvart þar sem takmarkanir á hámarkshlutdeild hverrar útgerðar var nokkuð rúm.

Aðilar stærri báta og skipa þar sem veiðiheimildir voru takmarkaðar af kvótum gerðu frá upphafi kröfu um að sú veiðistjórn mundi einnig ná yfir smábáta.  Hagsmunasamtök þeirra, LÍÚ sem stofnuð voru 17. janúar 1939 voru gríðarlega öflug og náði krafa þeirra eyrum stjórnvalda.  Landssamband smábátaeigenda átti því á brattan að sækja, en með einörðum og markvissum málflutningi urðu stjórnmálamenn tvístígandi.  Það olli því að hluti smábátaeigenda var utan afamarkskerfisins (kvóta) fram yfir aldamót eða þar til sóknardagakerfið var aflagt 1. september 2004 og 275 bátar bættust í hóp krókaaflamarksbáta.  Tíu bátar kusu þó að halda áfram í tvö ár í viðbót og höfðu þá heimild til handfæraveiða í 18 daga.

Strandveiðar

Tæpum fjórum árum síðar var ákveðið að falla frá þeirri ákvörðun að binda sjósókn allra smábáta við kvóta. Strandveiðum var komið á.  Þær hófust 28. júní 2009, en bráðabirgðaákvæði um veiðarnar var lögfest 19. júní og ári síðar staðfestar sem ótímabundið ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða. 

Strandveiðar veita einstaklingum rétt til veiða með handfærum 4 daga í viku, mánudag – fimmtudag mánuðina maí – ágúst.  Hver veiðiferð má að hámarki standa yfir í 14 klukkustundir og afli í henni má að hámarki vera 650 þorskígildi sem samsvarar 774 kg af óslægðum þorski. Auk þessara takmarkana er ákveðið heildaraflamagn ætlað til veiðanna og því skipt á fjögur landsvæði á hvern mánuð.  Þegar bátar hvers svæðis höfðu náð þeim afla voru veiðar stöðvaðar.  Við það myndaðist oft kapp í upphafi hvers mánaðar þannig að sem mest kæmi í hlut hvers og eins.

Alþingi ákvað á síðasta ári að gera breytingar á veiðifyrir­komulaginu til að minnka það kapp sem myndaðist við veiðarnar í upphafi hvers mánaðar, þegar fyrirsjáanlegt væri að aðeins örfáir veiðidagar yrðu í boði.  Hið nýja fyrirkomulag sem kom til framkvæmda 2018 byggist á að tryggja hverjum báti 12 veiðidaga í hverjum mánuði. Markmiðið er að auka öryggi við veiðarnar, auka jöfnuð milli svæða og gera strandveiðar meira aðlaðandi.  Svo vel þótti takast til að ákvæðið sem gilti aðeins sumarið 2018 var lögfest í apríl síðastliðnum. 

Áðurnefndar takmarkanir veiðanna eru þó enn í gildi, en í stað þess að því sem ætlað er til strandveiða sé skipt á fjögur landsvæði eru heimildirnar í einum potti. Verði þær uppurnar áður en fiskveiðiárinu lýkur í lok ágúst, verða strandveiðar stöðvaðar samtímis á öllum svæðum.  Til að tryggja að ekki komi til þess var ákveðið að bæta við veiðiheimildir sem ætlaðar eru til strandveiða.  Alls er til þeirra ætluð 11.100 tonn af óslægðum botnfiski auk þess 1.000 tonn af ufsa.

Sveiflur í fjölda báta

Fjöldi smábáta hefur frá stofnun LS hæst farið yfir tvö þúsund þar sem þeir bjuggu við nokkuð ásættanlegar veiðiheimildir.  Hefur nú á síðari árum fækkað mjög í þeim hópi þar sem aðeins 363 höfðu aflahlutdeild og þar með kvóta í botnfiski um síðustu fiskveiðiáramót. Auk þeirra hafa hundruðir báta gert út á leigukvóta, strandveiðar, grásleppuveiðar og nú síðustu ár hefur makríllinn bæst við.

Fiskveiðiárið sem hófst 1. september 2015 er til þessa fengsælasta ár smábátaflotans þegar aflinn var um 93 þúsund tonn.
 

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...