Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Maja Siska við gamla ísskápinn og sápurnar sínar, sem  hafa slegið í gegn á kórónutímum, auk eggjanna, sem seljast líka vel.
Maja Siska við gamla ísskápinn og sápurnar sínar, sem hafa slegið í gegn á kórónutímum, auk eggjanna, sem seljast líka vel.
Mynd / MHH
Fréttir 11. ágúst 2020

Sápur og egg til sölu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það gengur mjög vel, sápurnar seljast eins og heitar lummur og fólk er mjög ánægt með þær. Þetta eru handgerðar sápur, sem ég bý til, sem innihalda  tólg úr heimabyggð, auk lífrænna jurta og ilmkjarnaolíur,“ segir Maja Siska á bænum Skinnhúfu í Holtum í Rangárvallasýslu. 
 
Sápurnar selur hún í minnstu sápubúð Íslands, sem staðsett er í ísskáp á afleggjaranum heim til hennar. Í skápnum eru líka seld egg frá Judith og Sverri í Gíslholti, sem gengur líka mjög vel að selja. Maja segir að sápurnar hennar innihaldi engin kemísk gerviefni og mýkja húðina á sama tíma og þær hreinsa. „Svo veitir ekki af á COVID-19 tímanum að vera aðeins lengur að þvo sér  um hendurnar. Maður þarf að nudda sápustykkið aðeins og það hjálpar til að hreinsa hendurnar, frekar en að ýta á takka og fá fljótandi sápu sem er oft skolað strax af,“ bætir Maja við. Sápurnar hennar heita „Húð og hár“ og fást í margnota ferðaöskjum í ísskápnum og heima hjá henni. 

Skylt efni: sápur | beint frá býli

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...