Sápur og egg til sölu
„Það gengur mjög vel, sápurnar seljast eins og heitar lummur og fólk er mjög ánægt með þær. Þetta eru handgerðar sápur, sem ég bý til, sem innihalda tólg úr heimabyggð, auk lífrænna jurta og ilmkjarnaolíur,“ segir Maja Siska á bænum Skinnhúfu í Holtum í Rangárvallasýslu.