Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Maja Siska við gamla ísskápinn og sápurnar sínar, sem  hafa slegið í gegn á kórónutímum, auk eggjanna, sem seljast líka vel.
Maja Siska við gamla ísskápinn og sápurnar sínar, sem hafa slegið í gegn á kórónutímum, auk eggjanna, sem seljast líka vel.
Mynd / MHH
Fréttir 11. ágúst 2020

Sápur og egg til sölu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það gengur mjög vel, sápurnar seljast eins og heitar lummur og fólk er mjög ánægt með þær. Þetta eru handgerðar sápur, sem ég bý til, sem innihalda  tólg úr heimabyggð, auk lífrænna jurta og ilmkjarnaolíur,“ segir Maja Siska á bænum Skinnhúfu í Holtum í Rangárvallasýslu. 
 
Sápurnar selur hún í minnstu sápubúð Íslands, sem staðsett er í ísskáp á afleggjaranum heim til hennar. Í skápnum eru líka seld egg frá Judith og Sverri í Gíslholti, sem gengur líka mjög vel að selja. Maja segir að sápurnar hennar innihaldi engin kemísk gerviefni og mýkja húðina á sama tíma og þær hreinsa. „Svo veitir ekki af á COVID-19 tímanum að vera aðeins lengur að þvo sér  um hendurnar. Maður þarf að nudda sápustykkið aðeins og það hjálpar til að hreinsa hendurnar, frekar en að ýta á takka og fá fljótandi sápu sem er oft skolað strax af,“ bætir Maja við. Sápurnar hennar heita „Húð og hár“ og fást í margnota ferðaöskjum í ísskápnum og heima hjá henni. 

Skylt efni: sápur | beint frá býli

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...