Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Unaós á Fljótsdalshéraði.
Unaós á Fljótsdalshéraði.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. ágúst 2019

Friðlýsing og búskapur getur farið vel saman

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umhverfisstofnun, landeigendur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafa áform um að friðlýsa jarðirnar Heyskála, Hrafnabjörg og Unaós á Fljótsdalshéraði.  Ríkiseignir hafa auglýst jörðina Unaós til leigu og segir Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, að búskapur á jörð og friðlýsing fari jafnan vel saman.
 
Hildur Vésteinsdóttir.
„Friðlýsing og búskapur á jörðum getur farið mjög vel saman, það eru fjölmörg dæmi um friðlýst svæði þar sem stundaður er búskapur og hefur það farið vel saman,“ segir Hildur og nefnir m.a. dæmi um nokkrar jarðir í Andakíl sem þannig háttar um, einnig á verndarsvæðinu við Mývatn og Laxá og eins í Svarfaðardal.  Þar sé um að ræða bújarðir í fullri nýtingu á friðlýstum svæðum.
 
Áform um friðlýsingu
 
Áformin varðandi friðlýsingu miða að því að sögn Hildar að varðveita sérkenni og einkenni landslags svæðisins, fagurfræðilegt og menningarlegt gildi þess. Eins er markmið að vernda vistgerðir fugla og búsvæði þeirra og einstakar náttúrumyndanir vegna fræðilegs gildis, fegurðar og sérkenna. 
 
Veiðiskapur engin fyrirstaða þegar kemur að friðlýsingu
 
Hildur segir að jarðirnar Unaós og Heyskálar verði leigðar saman en búskapur hafi verið stundaður á jörðunum og gert ráð fyrir að svo verði áfram finnist leigjandi að þeim. Hrafnabjörg eru í eigu einkahlutafélags og er þar ekki stundaður búskapur. Félagið hefur áform um að reisa orlofshús á landinu. Þar hefur einnig verið stundaður veiðiskapur, hreindýra- og rjúpnaveiði og segir Hildur að veiðiskapur sé engin fyrirstaða þegar að friðlýsingu kemur.
 
Frestur til að skila inn athuga­semdum rennur út 18. september næstkomandi.
 

Skylt efni: friðlýsingar

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...