Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Unaós á Fljótsdalshéraði.
Unaós á Fljótsdalshéraði.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. ágúst 2019

Friðlýsing og búskapur getur farið vel saman

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umhverfisstofnun, landeigendur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafa áform um að friðlýsa jarðirnar Heyskála, Hrafnabjörg og Unaós á Fljótsdalshéraði.  Ríkiseignir hafa auglýst jörðina Unaós til leigu og segir Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, að búskapur á jörð og friðlýsing fari jafnan vel saman.
 
Hildur Vésteinsdóttir.
„Friðlýsing og búskapur á jörðum getur farið mjög vel saman, það eru fjölmörg dæmi um friðlýst svæði þar sem stundaður er búskapur og hefur það farið vel saman,“ segir Hildur og nefnir m.a. dæmi um nokkrar jarðir í Andakíl sem þannig háttar um, einnig á verndarsvæðinu við Mývatn og Laxá og eins í Svarfaðardal.  Þar sé um að ræða bújarðir í fullri nýtingu á friðlýstum svæðum.
 
Áform um friðlýsingu
 
Áformin varðandi friðlýsingu miða að því að sögn Hildar að varðveita sérkenni og einkenni landslags svæðisins, fagurfræðilegt og menningarlegt gildi þess. Eins er markmið að vernda vistgerðir fugla og búsvæði þeirra og einstakar náttúrumyndanir vegna fræðilegs gildis, fegurðar og sérkenna. 
 
Veiðiskapur engin fyrirstaða þegar kemur að friðlýsingu
 
Hildur segir að jarðirnar Unaós og Heyskálar verði leigðar saman en búskapur hafi verið stundaður á jörðunum og gert ráð fyrir að svo verði áfram finnist leigjandi að þeim. Hrafnabjörg eru í eigu einkahlutafélags og er þar ekki stundaður búskapur. Félagið hefur áform um að reisa orlofshús á landinu. Þar hefur einnig verið stundaður veiðiskapur, hreindýra- og rjúpnaveiði og segir Hildur að veiðiskapur sé engin fyrirstaða þegar að friðlýsingu kemur.
 
Frestur til að skila inn athuga­semdum rennur út 18. september næstkomandi.
 

Skylt efni: friðlýsingar

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...