Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Víða um land er að finna stök tré sem setja svip á umhverfið og hafa jafnvel staðið í tugi ára. Má þar t.d. nefna hlyninn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu í Reykjavík.
Víða um land er að finna stök tré sem setja svip á umhverfið og hafa jafnvel staðið í tugi ára. Má þar t.d. nefna hlyninn á horni Vonarstrætis og Suðurgötu í Reykjavík.
Mynd / Bessi Eydal Egilsson
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um menningarminjar (nr. 80/2012 friðlýsing) sem felur í sér að heimilt verði að friðlýsa trjálundi, stök tré og garðagróður sem hafa menningarsögulegt, ræktunarsögulegt eða fræðilegt gildi.

Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Vilhjálmur Árnason, Jakob Frímann Magnússon og Orri Páll Jóhannsson eru flutningsmenn frumvarpsins. Að mati þeirra er mikilvægt að heimild til friðlýsingar sé tryggð með lögum enda ljóst að tré, trjálundir og garðagróður geti haft sams konar verndargildi og hús og aðrar menningarminjar og auk þess gildi vegna þekkingaröflunar og varðveislu erfðaauðlinda.

Frumvarpið er lagt fram í þriðja sinn. Vekja flutningsmenn athygli á því, í greinargerð með frumvarpinu, að umhverfis- og samgöngunefnd hafi í nefndaráliti beint því til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að finna slíkri vernd stað í lögum. Greinargerð Garðsöguhóps Félags íslenskra landslagsarkitekta, „Garðar- lifandi minjar. Aðferðir við verndarmat og skráningu gamalla garða“, inniheldur tillögur um nálgun við slíkum friðlýsingum en hópurinn telur að fagnefnd innan Minjastofnunar ætti að hafa umsjón með þeim.

Í Bændablaðinu í apríl árið 2022 gerðu landslagsarkitektarnir Auður Sveinsdóttir og Einar E. Sæmundssen grein fyrir greinargerðinni og komu með tillögu að friðlýsingum tíu gamalla garða.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...