Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fuglaflensa í Tennessí-ríki í Bandaríkjunum
Fréttir 28. mars 2017

Fuglaflensa í Tennessí-ríki í Bandaríkjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðaráðuneytið í Banda­ríkjunum hefur staðfesta alvarlegt tilfelli fuglaflensu í Tennessí-ríki. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af veiru sem kallast H7 (HPAI) í Bandaríkjunum á þessu ári og er veiran sögð bráðsmitandi.

Þegar er búið að slátra og urða öllum fuglum á einu búi með ríflega 73 þúsund kjúklingum. Þrjátíu önnur bú hafa verið sett í einangrun og sýni tekin til að ganga úr skugga um hvort fuglar í þeim kunna að vera sýktir af H7 (HPAI) veirunni.

Um 550 alifuglabú eru í Tennessí-ríki og um sex milljón fuglum til manneldis er slátrað í ríkinu á viku.

50 milljón fuglum slátrað á tveimur árum

Í fyrra og hittifyrra var nálega 50 milljón alifuglum slátrað í Bandaríkjunum vegna H7 (HPAI) veirunnar. Stærstur hluti þeirra fugla voru varphænur og vegna þess náði verð á eggjum í Bandríkjunum hæstu hæðum.

Sýking af völdum H7 (HPAI) veirunnar er sögð svo slæm að hún getur valdið dauða allra fugla í búum þar sem hún greinist á innan við tveimur sólarhringum.

Ekki er vitað til þess að menn hafi smitast vegna faraldursins í Tennessí núna en nokkur dæmi eru um dauðsföll í Kína undanfarna mánuði vegna víruss sem kallast H7N9 og berst úr fuglum í menn.

Víða fuglaflensa en í Bandaríkjunum

Nokkur dæmi eru um H5N8 veirusýkingar í Frakklandi frá því í haust og ekki er langt síðan tilkynnt var um tvö tilfelli á Bretlandseyjum. Afbrigði af fuglaflensuveiru sem kallast H5N6 hefur verið að breiðast hratt út í Suður-Kóreu og valdið versta faraldri fuglaflensu í landinu til þessa.

Skylt efni: bandaríkin | fuglaflensa

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...