Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fuglaflensa í Tennessí-ríki í Bandaríkjunum
Fréttir 28. mars 2017

Fuglaflensa í Tennessí-ríki í Bandaríkjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðaráðuneytið í Banda­ríkjunum hefur staðfesta alvarlegt tilfelli fuglaflensu í Tennessí-ríki. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af veiru sem kallast H7 (HPAI) í Bandaríkjunum á þessu ári og er veiran sögð bráðsmitandi.

Þegar er búið að slátra og urða öllum fuglum á einu búi með ríflega 73 þúsund kjúklingum. Þrjátíu önnur bú hafa verið sett í einangrun og sýni tekin til að ganga úr skugga um hvort fuglar í þeim kunna að vera sýktir af H7 (HPAI) veirunni.

Um 550 alifuglabú eru í Tennessí-ríki og um sex milljón fuglum til manneldis er slátrað í ríkinu á viku.

50 milljón fuglum slátrað á tveimur árum

Í fyrra og hittifyrra var nálega 50 milljón alifuglum slátrað í Bandaríkjunum vegna H7 (HPAI) veirunnar. Stærstur hluti þeirra fugla voru varphænur og vegna þess náði verð á eggjum í Bandríkjunum hæstu hæðum.

Sýking af völdum H7 (HPAI) veirunnar er sögð svo slæm að hún getur valdið dauða allra fugla í búum þar sem hún greinist á innan við tveimur sólarhringum.

Ekki er vitað til þess að menn hafi smitast vegna faraldursins í Tennessí núna en nokkur dæmi eru um dauðsföll í Kína undanfarna mánuði vegna víruss sem kallast H7N9 og berst úr fuglum í menn.

Víða fuglaflensa en í Bandaríkjunum

Nokkur dæmi eru um H5N8 veirusýkingar í Frakklandi frá því í haust og ekki er langt síðan tilkynnt var um tvö tilfelli á Bretlandseyjum. Afbrigði af fuglaflensuveiru sem kallast H5N6 hefur verið að breiðast hratt út í Suður-Kóreu og valdið versta faraldri fuglaflensu í landinu til þessa.

Skylt efni: bandaríkin | fuglaflensa

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...