Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fuglaflensa í Tennessí-ríki í Bandaríkjunum
Fréttir 28. mars 2017

Fuglaflensa í Tennessí-ríki í Bandaríkjunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðaráðuneytið í Banda­ríkjunum hefur staðfesta alvarlegt tilfelli fuglaflensu í Tennessí-ríki. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af veiru sem kallast H7 (HPAI) í Bandaríkjunum á þessu ári og er veiran sögð bráðsmitandi.

Þegar er búið að slátra og urða öllum fuglum á einu búi með ríflega 73 þúsund kjúklingum. Þrjátíu önnur bú hafa verið sett í einangrun og sýni tekin til að ganga úr skugga um hvort fuglar í þeim kunna að vera sýktir af H7 (HPAI) veirunni.

Um 550 alifuglabú eru í Tennessí-ríki og um sex milljón fuglum til manneldis er slátrað í ríkinu á viku.

50 milljón fuglum slátrað á tveimur árum

Í fyrra og hittifyrra var nálega 50 milljón alifuglum slátrað í Bandaríkjunum vegna H7 (HPAI) veirunnar. Stærstur hluti þeirra fugla voru varphænur og vegna þess náði verð á eggjum í Bandríkjunum hæstu hæðum.

Sýking af völdum H7 (HPAI) veirunnar er sögð svo slæm að hún getur valdið dauða allra fugla í búum þar sem hún greinist á innan við tveimur sólarhringum.

Ekki er vitað til þess að menn hafi smitast vegna faraldursins í Tennessí núna en nokkur dæmi eru um dauðsföll í Kína undanfarna mánuði vegna víruss sem kallast H7N9 og berst úr fuglum í menn.

Víða fuglaflensa en í Bandaríkjunum

Nokkur dæmi eru um H5N8 veirusýkingar í Frakklandi frá því í haust og ekki er langt síðan tilkynnt var um tvö tilfelli á Bretlandseyjum. Afbrigði af fuglaflensuveiru sem kallast H5N6 hefur verið að breiðast hratt út í Suður-Kóreu og valdið versta faraldri fuglaflensu í landinu til þessa.

Skylt efni: bandaríkin | fuglaflensa

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...