Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fuglainflúensa hefur nú greinst í hröfnum m.a.
Fuglainflúensa hefur nú greinst í hröfnum m.a.
Mynd / Logga Wiggler
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Matvælastofnun (Mast) greinir frá því að uppi sé rökstuddur grunur um fuglainflúensu, bæði í hröfnum og öðrum villtum fuglum. Bráðabirgðaniðurstöður úr sýnum úr villtum fuglum gefi til kynna sýkingu með fuglainflúensuveirum. Samhliða hafi í auknum mæli borist tilkynningar til Mast um veika eða dauða villta fugla.

Almenningi er ráðlagt að handsama ekki villtan fugl sem er hættur að forða sér í burtu, heldur skal tilkynna slíkan fund til Mast og fylgjast með fuglinum. Allir sem halda alifugla og aðra villta fugla skulu viðhafa ýtrustu smitvarnir til að koma í veg fyrir smit frá villtum fuglum í eigin fugla.

Sýni hafa verið tekin úr tveimur hröfnum sem fundust annars vegar á Laugarvatni og hins vegar í Öræfum. Þá hefur verið tekið sýni úr hettumávum á Húsavík. Annar hrafnanna fannst veikur og drapst svo, hinn hrafninn virtist vera heilbrigður en gat ekki flogið. Hann var tekinn til aðhlynningar en um síðustu helgi, tveimur vikum eftir að hann fannst, var hann aflífaður þar sem ástandi hans hrakaði mikið. Hettumávarnir fundust dauðir á Húsavík. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum greindi fuglainflúensuveirur í þessum sýnum en beðið er staðfestingar á meinvirkni og gerð fuglainflúensuveiranna. Vísbendingar eru þannig um að fuglainflúensa gæti verið víða í villtum fuglum um þessar mundir.

Mast ítrekar að allir sem halda alifugla og aðra fugla skuli gæta ýtrustu smitvarna, því meiri hætta er nú á að smit leynist í umhverfi fuglahúsa. Stofnunin mun endurskoða viðbúnaðarstig þegar endanlegar niðurstöður um gerð veiranna liggur fyrir.

Skylt efni: fuglainflúensa

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...