Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fuglar kveikja elda
Fréttir 6. febrúar 2018

Fuglar kveikja elda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á atferli fugla í Ástralíu staðfesta að ákveðnar tegundir ránfugla eru ábyrgar fyrir útbreiðslu sinubruna og að fuglarnir eigi það einnig til að kveikja eldana sjálfir.

Safnað hefur verið fjölda frásagna frá sjónarvottum sem segjast annaðhvort hafa séð ránfugla, til dæmis fálka, lækka flugið og grípa með sér glóandi grein og sleppa henni yfir svæði þar sem enginn eldur logar. Sinubrunar af völdum eldinga eru algengir í Ástralíu og af frásögnunum að dæma hafa fuglarnir lært að notfæra sér eldinn til að lokka fram bráð úr felustað sínum þar sem fuglarnir sitja fyrir henni.

Innfæddir Ástralíubúar hafa lengi sagt að fuglarnir, sem þeir kalla eldfálka, eigi það til að kveikja elda með þessum hætti. Fram að þessu hefur verið litið svo á að frásagnir þeirra séu hluti af þjóðtrú en eigi ekki við rök að styðjast.

Að söng ástralsks slökkviliðs­manns kann atferli fuglanna að skýra af hverju sinu- og kjarreldar virðast stundum kvikna og breiðast út af sjálfu sér í nágrenni og stundum töluverðari fjarlægð, allt að kílómetra, frá öðrum eldum. 

Skylt efni: Fuglar | Ástralia | eldur

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...