Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fuglar kveikja elda
Fréttir 6. febrúar 2018

Fuglar kveikja elda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á atferli fugla í Ástralíu staðfesta að ákveðnar tegundir ránfugla eru ábyrgar fyrir útbreiðslu sinubruna og að fuglarnir eigi það einnig til að kveikja eldana sjálfir.

Safnað hefur verið fjölda frásagna frá sjónarvottum sem segjast annaðhvort hafa séð ránfugla, til dæmis fálka, lækka flugið og grípa með sér glóandi grein og sleppa henni yfir svæði þar sem enginn eldur logar. Sinubrunar af völdum eldinga eru algengir í Ástralíu og af frásögnunum að dæma hafa fuglarnir lært að notfæra sér eldinn til að lokka fram bráð úr felustað sínum þar sem fuglarnir sitja fyrir henni.

Innfæddir Ástralíubúar hafa lengi sagt að fuglarnir, sem þeir kalla eldfálka, eigi það til að kveikja elda með þessum hætti. Fram að þessu hefur verið litið svo á að frásagnir þeirra séu hluti af þjóðtrú en eigi ekki við rök að styðjast.

Að söng ástralsks slökkviliðs­manns kann atferli fuglanna að skýra af hverju sinu- og kjarreldar virðast stundum kvikna og breiðast út af sjálfu sér í nágrenni og stundum töluverðari fjarlægð, allt að kílómetra, frá öðrum eldum. 

Skylt efni: Fuglar | Ástralia | eldur

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...