Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fuglar kveikja elda
Fréttir 6. febrúar 2018

Fuglar kveikja elda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á atferli fugla í Ástralíu staðfesta að ákveðnar tegundir ránfugla eru ábyrgar fyrir útbreiðslu sinubruna og að fuglarnir eigi það einnig til að kveikja eldana sjálfir.

Safnað hefur verið fjölda frásagna frá sjónarvottum sem segjast annaðhvort hafa séð ránfugla, til dæmis fálka, lækka flugið og grípa með sér glóandi grein og sleppa henni yfir svæði þar sem enginn eldur logar. Sinubrunar af völdum eldinga eru algengir í Ástralíu og af frásögnunum að dæma hafa fuglarnir lært að notfæra sér eldinn til að lokka fram bráð úr felustað sínum þar sem fuglarnir sitja fyrir henni.

Innfæddir Ástralíubúar hafa lengi sagt að fuglarnir, sem þeir kalla eldfálka, eigi það til að kveikja elda með þessum hætti. Fram að þessu hefur verið litið svo á að frásagnir þeirra séu hluti af þjóðtrú en eigi ekki við rök að styðjast.

Að söng ástralsks slökkviliðs­manns kann atferli fuglanna að skýra af hverju sinu- og kjarreldar virðast stundum kvikna og breiðast út af sjálfu sér í nágrenni og stundum töluverðari fjarlægð, allt að kílómetra, frá öðrum eldum. 

Skylt efni: Fuglar | Ástralia | eldur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...