Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, og Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, og Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ.
Mynd / ál
Fréttir 2. september 2024

Fundur norrænna bændasamtaka

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands (BÍ) buðu fulltrúum frá systursamtökum sínum á Norðurlöndum til fundar í Reykjavík þann 14. ágúst síðastliðinn.

Fundurinn var á vegum NBC (Nordens Bondeorganisationers Centralråd), sem er samstarfsvettvangur bændasamtaka á Norðurlöndunum. NBC fundar árlega til að fara yfir sameiginleg málefni bænda í þessum heimshluta.

Nálægt 65 gestir frá Norðurlöndunum fimm tóku þátt í fundinum. Að þessu sinni var einblínt á fæðuöryggi, sjálfbærni, orkumál og nýliðun. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, opnaði fundinn og gerði grein fyrir stöðu íslensks landbúnaðar. Á eftir honum stigu í pontu fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum og héldu erindi um ólík viðfangsefni.

Fulltrúar frá bændasamtökum Norðurlandanna hlýða á erindi Höllu Hrundar Logadóttur um sjálfbæra orku á Íslandi.

Lennard Nilsson, formaður Cogeca, sem er samvinnuvettvangur evrópskra samvinnuhreyfinga, fór yfir hvernig samvinnufélög geta gegnt lykilhlutverki í að mæta auknum kröfum í sjálfbærni á efnahagslegum grundvelli. Þá fór hann yfir sviðið í Evrópu og hvernig samvinnuhreyfingar eru ólíkar í hverju landi.

Søren Søndergaard, formaður bænda og matvælaframleiðenda (Landbrug & Fødevarer) í Danmörku, fór yfir tímamótasamning sem bændur hafa gert við þarlend stjórnvöld um kolefnisskatt. Hann var útfærður þannig að þeir sem uppfylla kröfur um minni losun losna við útgjöld. Skatttekjurnar eru jafnframt eyrnamerktar í uppbyggingu loftslagsvæns landbúnaðar.

Ungir bændur á Norðurlöndunum halda hópinn. Þeir kynntu starf ársins, þar sem áhersla er lögð á nýliðun.

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ávarpaði fundinn og ræddi sjálfbæra orkuframleiðslu á Íslandi. Erindi hennar féll vel að vettvangsferð að fundi loknum þar sem gestir fengu kynningu á starfsemi Hellisheiðarvirkjunar. Þá var farið til Þorlákshafnar þar sem gestir fengu kynningu á verkefninu Terraforming Life, sem miðar að framleiðslu áburðar og lífgass úr lífrænum úrgangi.

Norðmenn verða gestgjafar NBC-fundarins í ágúst á næsta ári, sem verður haldinn í Mjøstårnet í Brumunddal, sem er hæsta timburhús heims.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...