Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, og Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ.
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, og Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ.
Mynd / ál
Fréttir 2. september 2024

Fundur norrænna bændasamtaka

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands (BÍ) buðu fulltrúum frá systursamtökum sínum á Norðurlöndum til fundar í Reykjavík þann 14. ágúst síðastliðinn.

Fundurinn var á vegum NBC (Nordens Bondeorganisationers Centralråd), sem er samstarfsvettvangur bændasamtaka á Norðurlöndunum. NBC fundar árlega til að fara yfir sameiginleg málefni bænda í þessum heimshluta.

Nálægt 65 gestir frá Norðurlöndunum fimm tóku þátt í fundinum. Að þessu sinni var einblínt á fæðuöryggi, sjálfbærni, orkumál og nýliðun. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, opnaði fundinn og gerði grein fyrir stöðu íslensks landbúnaðar. Á eftir honum stigu í pontu fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum og héldu erindi um ólík viðfangsefni.

Fulltrúar frá bændasamtökum Norðurlandanna hlýða á erindi Höllu Hrundar Logadóttur um sjálfbæra orku á Íslandi.

Lennard Nilsson, formaður Cogeca, sem er samvinnuvettvangur evrópskra samvinnuhreyfinga, fór yfir hvernig samvinnufélög geta gegnt lykilhlutverki í að mæta auknum kröfum í sjálfbærni á efnahagslegum grundvelli. Þá fór hann yfir sviðið í Evrópu og hvernig samvinnuhreyfingar eru ólíkar í hverju landi.

Søren Søndergaard, formaður bænda og matvælaframleiðenda (Landbrug & Fødevarer) í Danmörku, fór yfir tímamótasamning sem bændur hafa gert við þarlend stjórnvöld um kolefnisskatt. Hann var útfærður þannig að þeir sem uppfylla kröfur um minni losun losna við útgjöld. Skatttekjurnar eru jafnframt eyrnamerktar í uppbyggingu loftslagsvæns landbúnaðar.

Ungir bændur á Norðurlöndunum halda hópinn. Þeir kynntu starf ársins, þar sem áhersla er lögð á nýliðun.

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ávarpaði fundinn og ræddi sjálfbæra orkuframleiðslu á Íslandi. Erindi hennar féll vel að vettvangsferð að fundi loknum þar sem gestir fengu kynningu á starfsemi Hellisheiðarvirkjunar. Þá var farið til Þorlákshafnar þar sem gestir fengu kynningu á verkefninu Terraforming Life, sem miðar að framleiðslu áburðar og lífgass úr lífrænum úrgangi.

Norðmenn verða gestgjafar NBC-fundarins í ágúst á næsta ári, sem verður haldinn í Mjøstårnet í Brumunddal, sem er hæsta timburhús heims.

Þreytt á umgengni og fýlu frá verksmiðju
Fréttir 2. september 2024

Þreytt á umgengni og fýlu frá verksmiðju

Hjónin á bænum Lambastöðum í Flóahreppi, þau Svanhvít Hermannsdóttir og Almar Si...

Fundur norrænna bændasamtaka
Fréttir 2. september 2024

Fundur norrænna bændasamtaka

Bændasamtök Íslands (BÍ) buðu fulltrúum frá systursamtökum sínum á Norðurlöndum ...

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu
Fréttir 30. ágúst 2024

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu

Ástand kolsýruuppspretta á Hæðarenda í Grímsnesi er ekki í lagi að mati eiganda ...

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum
Fréttir 30. ágúst 2024

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum

Sigurborg Daðadóttir fer úr embætti yfirdýralæknis og tekur við nýju starfi í ma...

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%
Fréttir 30. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%

Sláturfélag Suðurlands (SS) hækkaði í síðustu viku afurðaverð til sauðfjárbænda....

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru
Fréttir 29. ágúst 2024

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru

Í Þykkvabænum er útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru þegar á heildina er litið...

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvæl...

Kyngreining sæðis hefst í haust
Fréttir 28. ágúst 2024

Kyngreining sæðis hefst í haust

Nautastöð Bændasamtaka Íslands (NBÍ) hefur gengið frá samningum við bandaríska f...