Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flutningurinn skipulagður í upphafi dags. Landhelgisgæslan flutti hópinn frá Básum og upp á Tungnakvíslarjökul, auk þess að ferja hópinn á milli stöðva einu sinni.
Flutningurinn skipulagður í upphafi dags. Landhelgisgæslan flutti hópinn frá Básum og upp á Tungnakvíslarjökul, auk þess að ferja hópinn á milli stöðva einu sinni.
Mynd / Ingibjörg Eiríksdóttir
Fréttir 23. júlí 2020

Fylgjast grannt með hræringum við Tungnakvíslarjökul

Höfundur: MÞÞ
Umtalsvert magn af búnaði var fyrir skemmstu flutt upp í norðurhlíð Tungnakvíslarjökuls, m.a. 600 kíló af rafgeymum, gps-tæki og jarðskjálftamælar. Fylgst hefur verið með hlíðinni norðan megin jökulsins frá því í fyrrasumar þegar uppgötvaðist að miklar breytingar höfðu átt sér stað  þar. Á ferðinni voru vísindamenn frá Háskóla Íslands,  Landmælingum Íslands og Veðurstofu Íslands  og sáu starfsmenn Landhelgisgæslunnar um að flytja fólk og búnað á áfangastað.
 
Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Háskóla Íslands, segir forsöguna þá að sérfræðingur hjá Landmælingum Íslands hafi í fyrra tekið eftir því að umtalsverðar breytingar höfðu orðið á landslagi í norðurhlíð Tungnakvíslarjökuls, sem er skriðjökull og fellur vestur úr Mýrdalsjökli.
 
Hlíðin hefur aflagast yfir langt tímabil
 
Á grundvelli samanburðar hæðarkorta sem unnin hafa verið á Jarðvísindastofnun Háskólans og Landmælingum Íslands hefur komið í ljós mikil aflögun í hlíð norðan við Tungnakvíslarjökul. Elstu loft­ljósmyndir af þessu svæði eru frá árinu 1945 og ná því yfir ríflega 70 ára tímabil. „Þegar farið var að bera saman myndir frá mismunandi tímabilum kom í ljós að allar götur frá því fyrsta ljósmyndin var tekin hefur hlíðin verið að aflagast. Mismikið eftir tímabilum, stundum töluvert mikið en svo koma tímar þar sem umfangið er minna. Við erum nú að kortleggja þessar hreyfingar og kanna hver sé orsök þeirra,“ segir Þorsteinn.
 
Horft út úr þyrlu Gæslunnar og yfir að Tungnakvíslarjökli.
 
Að sögn Þorsteins hefur heildarsig í hlíðinni frá 1945 verið um og yfir 200 metrar, en það hefur verið mishratt milli ára. Brotsár í hlíðinni gengur eftir efstu brún hennar og má rekja hana frá um 4–500 m hæð að vestanverðu og upp í um 1.100 m hæð að austanverðu við jökulinn og er lengd sprungunnar um 2 til 2,5 km. Alls er svæðið sem er á hreyfingu um 0,8 til 1 km2 að flatarmáli. „Það er mjög mikilvægt að rannsaka og fylgjast með því sem er að gerast í hlíðum fyrir ofan hörfandi skriðjökla, því sagan segir okkur að við hörfun jökla getur stöðugleiki hlíða ofan við þá breyst og mikil hrun orðið.“
 
Getur orsakað miklar flóðbylgjur
 
Hann segir víða hátta til með svipuðum hætti í hlíðum jökla sem eru að hopa vegna loftslagsbreytinga. Nýleg dæmi um hrun sem hafa fallið á jökla er t.d. frá árinu 2007 þegar mikið berghlaup féll á Morsárjökul. Hann bendir einnig á að fyrir framan marga jökla hafa og eru að myndast jökullón. „Ef þessi berghlaup falla í jökullón þá getur það orsakað miklar flóbylgjur líkt og gerðist við Steinsholtsjökul árið 1967,“ segir Þorsteinn. Nýleg uppgötvun á sprungu á Svínafellsheiði ofan við Svínafellsjökul sýnir ótvírætt að miklar breytingar eru að eiga sér stað í þessu umhverfi sem verður að rannsaka og fylgjast með.
 
„Fimm rafgeymum þurftum við að koma síðasta spölinn að stöðinni.“ Á myndinni eru þeir Halldór Geirsson og Sveinbjörn Steinþórsson.
 
Þrálát skjálftavirkni
 
Í fyrrasumar var farið upp í norðurhlíð Tungnakvíslarjökuls og GPS-tæki komið fyrir. Þorsteinn segir að gögn úr því tæki hafi gefið mikilvægar upplýsingar um hreyfingar í hlíðinni, þ.e.  hversu miklar þær eru og hvenær þær áttu sér stað. Rekstur á slíkum mælistöðvum er að sögn Þorsteins erfiður í þessu landslagi og því hafi verið nauðsynlegt að endurbyggja og bæta töluvert við núna.
 
Umtalsvert magn af búnaði var flutt í hlíðina, m.a. rafgeymar, bætt var við gps-tækjum og eins var komið fyrir jarðskjálftamælum. Tækjunum var komið fyrir á nokkrum stöðum og segir Þorsteinn að þannig sé hægt með meiri nákvæmni að greina  hreyfingar sem verða á svæðinu. Þrálát skjálftavirkni hefur verið á þessum slóðum, umhverfis Goðabungu, um skeið sem erfitt hefur verið að útskýra en með auknum rannsóknum á svæðinu verði vonandi hægt að útskýra samhengið á milli hreyfinga hlíðarinnar og skjálftavirkninnar.
 
Leiðangurshópurinn að afloknu góðu dagsverki. Mynd/Halldór Geirsson.
 
Þróa aðferðarfræðina
 
„Það eru miklar breytingar að eiga sér stað  í umhverfinu og við erum að þróa aðferðarfræði til að fylgjast sem allra best með þeim. Helst að vera á undan og geta sent út viðvörun ef ástæða þykir til, til að mynda ef hreyfing hlíðarinnar eykst. Það eru þekkt dæmi þess að hlíðar hafa verið að síga niður með tiltölulega hægri hreyfingu en síðan hrunið skyndilega niður,“ segir Þorsteinn og bætir við að mikilvægt sé að fylgjast vel með óstöðugu hlíðunum, bæði í Tungnakvíslarjökli og víðar. 
 
Að störfum á Tungnakvíslarjökli.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...