Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stefnt er að því að byggja við núverandi húsnæði Pharmarctica á Grenivík næsta vor.
Stefnt er að því að byggja við núverandi húsnæði Pharmarctica á Grenivík næsta vor.
Fréttir 2. september 2021

Fyrirhugað að stækka framleiðsluhúsnæði Pharmarctica

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Unnið hefur verið að því undanfarið að auka hlutafé í félag­inu Pharmarctica á Greni­vík í Grýtubakkahreppi. Ráðist var í hlutafjáraukningu til að unnt væri að stækka framleiðslu­að­stöðu félagsins. Tveir nýir hluthafar bættust í hluthafahóp Phar­marctica við þessar breyting­ar, Kjálkanes ehf. og Fjárfestingar­félagið Fjörður ehf. Verkefninu er að ljúka um þessar mundir.

Unnið verður við að fullhanna nýja húsnæðið á komandi vetri og eru vonir bundnar við að hægt verði að hefjast handa við byggingu þess næsta vor. Stefnt er að því að húsnæðið verði um 710 fermetrar að grunnfleti og 910 fermetra gólfflötur. Pharmarctica hefur nú til umráða um 560 fermetra húsnæði. Starfsmenn eru 13 talsins. 

Aðstaða batnar til muna 

Sigurbjörn Þór  Jakobsson fram­kvæmdastjóri segir að viðbótar­húsnæðið verði gríðarleg bót á aðstöðu félagsins. Ekki sé nokkur vafi á því að Pharmarctica muni halda áfram að eflast bæði sem lyfja- og snyrtivöruframleiðandi og verði góður kostur fyrir vörumerkjaeigendur þegar litið sé til umhverfis- og gæðamála. Pharmarctica sérhæfir sig í framleiðslu á snyrtivörum, fæðu­bótarefnum, hár- og líkams­sáp­um, smyrslum, mixtúrum og sótthreinsandi lausnum, en fram­leiðslan er í verktakavinnu bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Pharmarctica, sem var stofnað árið 2002, hefur byggt upp mikla þekkingu á sínu sviði og er eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á heildarþjónustu í þessum geira.  Fyrirtækið býr yfir mannauði og tækjabúnaði sem gerir því kleift að þjónusta mjög breitt svið fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Pharmarctica er vottað GMP (e. good manufacturing practice) og hefur einnig leyfi til framleiðslu á lífrænum snyrtivörum.

Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri Pharmarctica.

Skylt efni: Pharmarctica | Greni­vík

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...