Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Asísku vespurnar, Asian giant hornet (Vespa mandarinia), eru sannarlega engin lömb að leika sér við. Stungur þeirra geta banað mönnum.
Asísku vespurnar, Asian giant hornet (Vespa mandarinia), eru sannarlega engin lömb að leika sér við. Stungur þeirra geta banað mönnum.
Fréttir 30. júní 2021

Fyrsta asíska „morðvespan” finnst í Bandaríkjunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fyrsta risavespan af asískum uppruna sem kölluð eru „morðvespa“ (murder hornet) fannst í Snohomish-sýslu norð­ur af Seattle-borg í Banda­ríkjunum þann 4. júní síðast­liðinn. Um var að ræða dauða karlflugu og líklegt talið að hún hafi komið til landsins fyrir ári síðan.

Vespurnar, sem eru af tegund­inni Asian giant hornet (Vespa mandarinia), geta verið um 5 sentímetrar að lengd og eru taldar sérlega hættulegar fyrir býflugur. Ráðast þær á býflugurnar slíta af þeim hausinn og gjöreyða búum þeirra á nokkrum klukkutímum.

Samkvæmt frétt Sky News þann 17. júní þá ráðast vespurnar venju­lega ekki á fólk, en stungur þeirra valda miklum sársauka. Endur­teknar stungur í menn geta leitt til dauða.

Talið er að morðvespur í Snoho­mish-sýslu hafi komið til Banda­ríkjanna sem laumufarþegar í flutninga­skipi og að þær séu ekkert tengdar morðvespunum sem fundust í Kanada 2019 og 2020.

Dr. Osama El-Lissy, yfirmaður hjá sóttkvíaáætlun bandaríska land­búnaðarráðuneytisins, segist ráðþrota yfir þessum vespufundi.

Það sé of snemmt fyrir karlvespur að vera á sveimi á þessum tíma sumars.  

 Skordýrafræðingurinn Sven Spichiger segir að nú verði settar upp gildrur til að reyna að fanga fleiri morðvespur og eru íbúar í Snohomish- og King-sýslum hvattir til að taka þátt.

Asísku risavespurnar eru skil­greindar sem hættulegar umhverfinu, sem þýðir að Washington-ríki mun grípa til allra tiltækra ráðstafana til að uppræta vespurnar. 

Skylt efni: vespur

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...