Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn og Katrín Unnur Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Lax-Inn. Katrín segir nýju fræðslu­miðstöðina hafa fengið mjög góð og jákvæð viðbrögð.
Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn og Katrín Unnur Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Lax-Inn. Katrín segir nýju fræðslu­miðstöðina hafa fengið mjög góð og jákvæð viðbrögð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. október 2021

Fyrsta fræðslumiðstöð landsins um fiskeldi hefur verið opnuð í 101 Reykjavík

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Lax-Inn er ný fræðslumiðstöð fiskeldis á Grandagarði í Reykjavík, sem var opnuð formlega 10. september. Þar er nú hægt að kynna sér starfsemi fiskeldis með beintengingu myndavéla bæði í land- og sjóeldi á landsbyggðinni ásamt ýmsu öðru fræðsluefni um þessa atvinnugrein.

Það er Sigurður Pétursson, sem er stofnandi og eigandi nýja fræðslusetursins, en þetta mun vera fyrsta fræðslusetrið um fiskeldi á Íslandi sem kynnir framleiðslu, tækni og afurðir úr íslensku laxfiskaeldi.

Frá hrogni til fisks á disk

„Við leggjum áherslu á fræðslu um hvernig fiskeldi við íslenskar aðstæður fer fram, frá hrogni til fisks og alla leið á disk neytenda. Heildarferli framleiðslunnar er lýst, til dæmis hvernig jarðvarmi og græn raforka eru nýttar og hagstæðar umhverfisaðstæður í landeldi einnig með gegnumstreymi og hringrásarkerfi. Frætt er um áframeldi í sjó, en það er gert við köldustu aðstæður sem þekkjast í laxfiskaeldi í heiminum. Öllu framleiðsluferlinu eru gerð ítarleg skil, hvað einkennir gæði afurða og umhverfisáhrif framleiðslunnar rakin. Áhersla er lögð á kynningu á eldistækni íslenskra fyrirtækja sem eru mjög framarlega á heimsvísu í tæknilausnum bæði í eldi og framleiðslu,“ segir Sigurður.

Fremstir í bleikjueldi og laxeldi á landi í heiminum

„Íslendingar eru í dag fremstir í bleikjueldi og laxeldi á landi í heiminum en saga þess er löng hér á landi. Elstu rituðu heimildir um fiskeldi við land ná aftur til landnámsaldar þegar laxfiskar voru fluttir úr ám í tjarnir til þess að eiga mat allt árið. Hvergi á heimsvísu er stundað jafn mikið eldi Atlantshafslaxaseiða í tengslum við seiðasleppingar í ár. Bleikjueldið er það stærsta á heimsvísu og er mesta framleiðsla á lax í landeldi hér á landi. Þá hefur hlutfallslegur vöxtur sjóeldis á laxi verið mestur við Íslandsstrendur á síðustu árum. Í fyrra varð lax næststærsta útflutningstegund sjávarafurða á eftir þorski. Íslensk tæknifyrirtæki hafa náð mjög langt á heimsvísu í tæknitengdu eldi eins og Vaka ehf., sem og vinnslu eldisafurða, og nægir þar að nefna Marel, Völku og Skaginn 3X,“ segir Sigurður.

Tengsl við atvinnugreinina

Sigurður hefur víðtæka menntun og reynslu úr land- og sjóeldi laxfiska (bleikju, silung og laxi) og komið að ýmsum nýsköpunarverkefnum á sviði laxaræktunar. Lax-Inn er í samstarfi við fjölmarga aðila sem munu kynna starfsemi sína í þessu nýja fræðslu- og nýsköpunarsetri. Verkefnisstjóri Lax-Inn er Katrín Unnur Ólafsdóttir, véla- og iðnaðarverkfræðingur.

Fræðslumiðstöð fiskeldis

„Tilgangur fræðslumiðstöðvarinnar er að „opna“ glugga að starfsemi fiskeldis hér á landi, uppfræða og vekja áhuga almennings á sjálfbærri matvælaframleiðslu atvinnugreinarinnar. Enn fremur er markmiðið að miðla þekkingu um stöðu og framþróun í tækni eldisferilsins og gera upplýsingar um umhverfisþætti aðgengilega. Að lokum er markmiðið að gera tækifærin sem byggja á mikilli tækniþróun og nýsköpun sýnileg,“ segir Katrín Unnur. Allar nánari upplýsingar um nýju fræðslu­miðstöðina er að finna á heimasíðunni www.lax-inn.is.

Skylt efni: Fiskeldi | Lax-Inn

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...