Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Fv. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Marinó Eggertsson, Eggert Marinósson byggingarverktaki, Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs og Elvar Árni Lund, sviðsstjóri hjá Norðurþingi. Marinó, faðir Eggerts, byggði síðasta íbúðarhúsið sem reist var á Kópaskeri á níunda áratug síðustu aldar.
Fv. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Marinó Eggertsson, Eggert Marinósson byggingarverktaki, Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs og Elvar Árni Lund, sviðsstjóri hjá Norðurþingi. Marinó, faðir Eggerts, byggði síðasta íbúðarhúsið sem reist var á Kópaskeri á níunda áratug síðustu aldar.
Mynd / Haukur Snorrason
Fréttir 25. júlí 2023

Fyrsta skóflustungan í áratugi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Laugardaginn 24. júní síðastliðinn var fyrsta skóflustungan tekin að byggingu nýs parhúss á Kópaskeri.

Ekki hefur verið byggt nýtt hús á Kópaskeri í áratugi og því um sögulegan viðburð að ræða. Húsið verður við Drafnargötu 4 og er byggt fyrir Leigufélagið Bríet, óhagnaðardrifið leigufélag.

Markmið félagsins er að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar, sem stuðlar að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðina og í samstarfi við sveitarfélögin í landinu.

„Það hefur verið unnið að þessu verkefni frá árinu 2020 og því stór stund að loksins sé búið að taka fyrstu skóflustunguna. Það hefur líka verið vöntun á húsnæði á staðnum í nokkur ár og það hefur staðið atvinnulífinu og vexti staðarins fyrir þrifum,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings. 

Ríflega 120 manns búa á Kópaskeri. Reiknað er með að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á vordögum árið 2024.

Skylt efni: Kópasker

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...