Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði
Fréttir 15. desember 2020

Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði

Höfundur: smh

Bein útsending verður frá fyrstu úthlutun úr Matvælasjóði á morgun miðvikudag klukkan 09:30. Stofnfé sjóðsins nemur 500 milljónum króna sem verða nú til úthlutunar, en 263 umsóknir bárust í alla fjóra styrkjaflokkana.

Matvælasjóður verður til með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. 

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni frá úthlutuninni í gegnum vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins:

Beint streymi

Fjórir styrkjaflokkar

Styrkjaflokkarnir nefnast Kelda, Afurð, Bára og Fjársjóður.

  • Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. 
  • Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. 
  • Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. 
  • Fjársjóður styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri. 

Hluti af öðrum aðgerðarpakka vegna COVID-19

Unnið var að stofnun sjóðsins á síðasta ári en þeirri vinnu flýtt til að bregðast við áhrifum COVID-19.  Var frumvarp um sjóðinn lagt fram á Alþingi í apríl síðastliðnum sem hluti af öðrum áfanga aðgerða til að skapa efnahagslega viðspyrnu við ástandinu.

Stjórn Matvælasjóð skipa þau Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarkaupstaðar.

Skylt efni: matvælasjóður

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...