Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði
Fréttir 15. desember 2020

Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði

Höfundur: smh

Bein útsending verður frá fyrstu úthlutun úr Matvælasjóði á morgun miðvikudag klukkan 09:30. Stofnfé sjóðsins nemur 500 milljónum króna sem verða nú til úthlutunar, en 263 umsóknir bárust í alla fjóra styrkjaflokkana.

Matvælasjóður verður til með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. 

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni frá úthlutuninni í gegnum vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins:

Beint streymi

Fjórir styrkjaflokkar

Styrkjaflokkarnir nefnast Kelda, Afurð, Bára og Fjársjóður.

  • Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. 
  • Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. 
  • Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. 
  • Fjársjóður styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri. 

Hluti af öðrum aðgerðarpakka vegna COVID-19

Unnið var að stofnun sjóðsins á síðasta ári en þeirri vinnu flýtt til að bregðast við áhrifum COVID-19.  Var frumvarp um sjóðinn lagt fram á Alþingi í apríl síðastliðnum sem hluti af öðrum áfanga aðgerða til að skapa efnahagslega viðspyrnu við ástandinu.

Stjórn Matvælasjóð skipa þau Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarkaupstaðar.

Skylt efni: matvælasjóður

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...