Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum, kampakátur með nýjar premier kartöflur. Hann spáir góðri uppskeru í ár. Mynd / Halldóra Hjaltadóttir
Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum, kampakátur með nýjar premier kartöflur. Hann spáir góðri uppskeru í ár. Mynd / Halldóra Hjaltadóttir
Fréttir 20. júlí 2020

Fyrstu kartöflurnar komnar á markað

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Tíðin í Hornafirði hefur verið góð það sem af er sumri og allur gróður vaxið vel,“ segir Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, en hann tók upp fyrstu kartöflurnar og sendi á markað í síðustu viku.

„Ég tók upp um þrjú tonn til að byrja með og svo önnur tonn daginn eftir. Þetta er allt premier sem er ræktað undir plasti og tíminn sem við tökum þær upp núna er sá sami og í fyrra en munurinn er að þær fóru viku seinna núna en í fyrra þannig að tíðin hefur náð að vinna það upp.“

Hjalti ræktar kartöflur á um 26 hekturum en af því eru ekki nema tveir hektarar af premier og einn undir plasti. Megnið af ræktuninni er aftur á móti gullauga.

Uppskeran lofar góðu

„Ég reikna með að við klárum að taka upp premier kartöflurnar á næstu dögum og að við förum að taka upp gullauga seinna í þessari viku. Uppskeran í ár lofar góðu en eins og við vitum þá getur ýmislegt gerst í kartöflurækt og veðrið ræður.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...