Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum, kampakátur með nýjar premier kartöflur. Hann spáir góðri uppskeru í ár. Mynd / Halldóra Hjaltadóttir
Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum, kampakátur með nýjar premier kartöflur. Hann spáir góðri uppskeru í ár. Mynd / Halldóra Hjaltadóttir
Fréttir 20. júlí 2020

Fyrstu kartöflurnar komnar á markað

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Tíðin í Hornafirði hefur verið góð það sem af er sumri og allur gróður vaxið vel,“ segir Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, en hann tók upp fyrstu kartöflurnar og sendi á markað í síðustu viku.

„Ég tók upp um þrjú tonn til að byrja með og svo önnur tonn daginn eftir. Þetta er allt premier sem er ræktað undir plasti og tíminn sem við tökum þær upp núna er sá sami og í fyrra en munurinn er að þær fóru viku seinna núna en í fyrra þannig að tíðin hefur náð að vinna það upp.“

Hjalti ræktar kartöflur á um 26 hekturum en af því eru ekki nema tveir hektarar af premier og einn undir plasti. Megnið af ræktuninni er aftur á móti gullauga.

Uppskeran lofar góðu

„Ég reikna með að við klárum að taka upp premier kartöflurnar á næstu dögum og að við förum að taka upp gullauga seinna í þessari viku. Uppskeran í ár lofar góðu en eins og við vitum þá getur ýmislegt gerst í kartöflurækt og veðrið ræður.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...