Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum, kampakátur með nýjar premier kartöflur. Hann spáir góðri uppskeru í ár. Mynd / Halldóra Hjaltadóttir
Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum, kampakátur með nýjar premier kartöflur. Hann spáir góðri uppskeru í ár. Mynd / Halldóra Hjaltadóttir
Fréttir 20. júlí 2020

Fyrstu kartöflurnar komnar á markað

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Tíðin í Hornafirði hefur verið góð það sem af er sumri og allur gróður vaxið vel,“ segir Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum í Nesjum, en hann tók upp fyrstu kartöflurnar og sendi á markað í síðustu viku.

„Ég tók upp um þrjú tonn til að byrja með og svo önnur tonn daginn eftir. Þetta er allt premier sem er ræktað undir plasti og tíminn sem við tökum þær upp núna er sá sami og í fyrra en munurinn er að þær fóru viku seinna núna en í fyrra þannig að tíðin hefur náð að vinna það upp.“

Hjalti ræktar kartöflur á um 26 hekturum en af því eru ekki nema tveir hektarar af premier og einn undir plasti. Megnið af ræktuninni er aftur á móti gullauga.

Uppskeran lofar góðu

„Ég reikna með að við klárum að taka upp premier kartöflurnar á næstu dögum og að við förum að taka upp gullauga seinna í þessari viku. Uppskeran í ár lofar góðu en eins og við vitum þá getur ýmislegt gerst í kartöflurækt og veðrið ræður.“

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...