Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Alls náðust 55 fósturvísar frá tveimur búum í Noregi í maí. Fósturvísarnir eru undan þremur nautum og sjö kvígum. Fremst á myndinni er 1622 Laura av Høystad sem gaf sex fósturvísa, undan nautinu 74029 Horgen Erie.
Alls náðust 55 fósturvísar frá tveimur búum í Noregi í maí. Fósturvísarnir eru undan þremur nautum og sjö kvígum. Fremst á myndinni er 1622 Laura av Høystad sem gaf sex fósturvísa, undan nautinu 74029 Horgen Erie.
Fréttir 22. júní 2017

Fyrstu naut af nýjum stofni væntanleg í vor

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Fósturvísar af Aberdeen-Angus holdanautgripum frá Noregi voru teknir í maí  sl. og stefnt er á að þeir verði settir upp í íslenskar kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóa í september nk. Gangi það eftir koma fyrstu kálfarnir í heiminn vorið 2018.
 
Upphaflega var gert ráð fyrir að fluttir yrðu inn 40 fósturvísar fyrir 16–20 kýr en alls náðust 55 fósturvísar frá tveimur búum í Noregi í maí. Fósturvísarnir eru undan þremur nautum og sjö kvígum; kvígurnar eru undan fjórum nautum.
 
Miklar heilbrigðiskröfur
 
Nú eru fósturvísarnir í sóttkví en minnst 60 dagar þurfa að líða frá því að fósturvísarnir eru teknir, þangað til þeir eru settir upp í fósturmæður, samkvæmt heilbrigðiskröfum. 
 
„Venjuleg heilbrigðisvottorð, fyrir t.d. sæði, gera ráð fyrir mánaðarbið en þar sem heilbrigðiskröfur innflutningsins eru gríðarlega miklar þá eru allir tímafrestir tvöfaldaðir,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson  búfjárerfðafræðingur. Á meðan verður grannt fylgst með gripunum og litið er eftir minnstu sjúkdómseinkennum. 
 
„Ef eitthvað kemur upp á meðan á þessu tímabili stendur verða fósturvísarnir ekki notaðir. Varúðarráðstafanirnar snúast allar um að fyrirbyggja eins og mögulegt er að þessu fylgi nokkur einasta áhætta varðandi sjúkdóma í íslensku búfé,“ segir Baldur Helgi.
 
Sýklalyfjanotkun hvergi minni 
 
Næsta skref er að Nautgripa­ræktarmiðstöð Íslands (NautÍs) sækir formlega um heimild til Matvælastofnunar til innflutningsins en fyrir liggja meðmæli Fagráðs í nautgriparækt fyrir innflutningnum. 
 
Samkvæmt reglugerð um innflutning erfðaefnis holda­nauta og kröfur um útbúnað einangrunarstöðva nr. 850/2015, með síðari breytingum, er einungis heimilt að flytja inn erfðaefni frá Noregi. Sú skipan byggist alfarið á þeirri staðreynd að heilsufar nautgripa í Noregi er með því besta sem þekkist í heiminum. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er til að mynda hvergi minni en þar.
 
Einangrunarstöð í byggingu
 
Þá eru byggingaframkvæmdir á Stóra-Ármóti í fullum gangi. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini Sigurmundssyni, framkvæmda­­stjóri NautÍs, og Búnaðar­sambandi Suðurlands, er grunnur og haugkjallari nýrrar einangrunar­miðstöðvar tilbúnir og verið er að steypa veggi.
 
Angus-kynið er að sögn Baldurs harðgerðir gripir sem henta vel, þar sem búskapur byggir á nýtingu beitar og gróffóðurs. Við val á nautum var lögð áhersla á góða móðureiginleika (mjólkurlagni og léttan burð) og mikil kjötgæði; meyrt og fitusprengt kjöt. 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...