Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Starfsmenn Bændasamtaka Íslands hafa tekið á móti fyrirspurnum og skráningum í BÍ samkvæmt breyttu fyrirkomulagi eftir að búnaðargjaldið og innheimta þess var felld niður. Talið frá vinstri: Sigríður Þorkelsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Sigurður Eyþórsson,
Starfsmenn Bændasamtaka Íslands hafa tekið á móti fyrirspurnum og skráningum í BÍ samkvæmt breyttu fyrirkomulagi eftir að búnaðargjaldið og innheimta þess var felld niður. Talið frá vinstri: Sigríður Þorkelsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Sigurður Eyþórsson,
Mynd / HKr.
Fréttir 24. mars 2017

Fyrstu skref í innheimtu félagsgjalda lofa góðu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í fyrstu viku marsmánaðar voru bændum sendir gíróseðlar vegna félagsgjalda Bændasamtakanna fyrir árið 2017. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkra mánuði en eftir að búnaðargjaldið var fellt niður var ákveðið að taka upp hefðbundin félagsgjöld hjá samtökunum. Með þeirri aðgerð var létt af um 600 milljóna króna útgjöldum af landbúnaðinum, en hluti þessara fjármuna fór til Bændasamtakanna, eða um 130 milljónir króna. 
 
Starfsfólk BÍ hefur á síðustu dögum verið önnum kafið við að ræða við félagsmenn um gjaldið og uppfæra félagatalið í samræmi við nýjar upplýsingar. Margir nýttu sér bændatorgið við að yfirfara sínar skráningar og þá hefur fjöldi tölvupósta og símtala borist starfsfólki BÍ. Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri við upptöku félagsgjaldanna og hún segir viðtökur bænda almennt góðar.
 
„Nú höfum við stigið það skref að senda bændum gíróseðla ásamt upplýsingabréfi. Töluvert álag hefur verið á starfsmönnum Bændasamtakanna síðustu daga sem hafa sinnt fyrirspurnum og leiðréttingum á sjálfu félagatalinu. Einnig hafa aðildarfélögin og starfsmenn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins lagt þessu verkefni lið og verið til aðstoðar í upplýsingagjöf,“ segir Guðbjörg.
 
Tæplega 4.800 innheimtuseðlar
 
Sú ákvörðun var tekin að senda öllum félagsmönnum BÍ gíróseðla en alls voru sendir út tæplega 4.800 reikningar. Fyrir flest bú er upphæðin 42 þúsund krónur en hægt er að sækja um lækkun fari velta ekki yfir 1,2 milljónir á ári. 
 
Félagatal Bænda­sam­takanna er byggt upp á upplýsingum frá aðildarfélögum og víða þurfti að gera leiðréttingar og uppfæra upplýsingar eins og gengur. Allmargir ráku upp stór augu þegar jafnvel hjón fengu hvort sinn reikninginn eða eldri bændur, sem voru hættir búskap, fengu innheimtuseðil eins og þeir væru í fullum rekstri. Guðbjörg segir að vissulega hafi þetta verið nokkuð snúið en þetta væru þau gögn sem byggt væri á og unnið væri að leiðréttingum jafnóðum og athugasemdir bærust.
 
„Ekki var möguleiki á að nálgast þetta verkefni nema með góðri þátttöku félagsmanna sjálfra. Það hefur verið dýrmætt hversu góð viðbrögð hafa verið og sýnir félagslegan styrk bænda í raun. Starfsmenn samtakanna hafa í flestum tilfellum fundið fyrir jákvæðni og velvilja félagsmanna varðandi framkvæmdina,“ segir Guðbjörg. 
 
Hægt að sækja um lægra félagsgjald
 
Hönnun á félagatalinu og útfærslan á því var unnin af tölvudeild BÍ í samstarfi við tölvufyrirtækið Stefnu á Akureyri. Guðbjörg segir að samhliða upp­færslu á félagatali BÍ sé unnið að því að bæta upplýsingakerfið og sníða þá vankanta sem koma óhjákvæmilega upp. „Það lá t.d. ekki fyrir í öllum tilfellum hvernig para ætti saman hjón og samrekstraraðila saman á eitt gjald og hefur því þurft að gera talsverðar leiðréttingar. Í febrúar var opnað fyrir að bændur gætu leiðrétt og farið yfir sína aðild og það voru margir sem nýttu sér það. Þeir aðilar sem eru umfram tvo sem standa að búrekstri hafa einnig þurft að láta vita um það. Einnig eru farnar að berast umsóknir þeirra félagsmanna sem sækja um lægra gjald á grundvelli lágmarksveltu,“ segir Guðbjörg og á þar við rekstraraðila sem eru með undir 1,2 milljónir í árstekjur af búskapnum. Þeir geta sótt um að borga einungis 12 þúsund krónur í árgjald en njóta allra réttinda sem aðild veitir. 
 
Hvetur bændur til að hafa samband
 
„Það liggur fyrir að fram undan er mikil vinna við að leiðrétta félagatölin, taka út þá sem hættir eru starfsemi og taka inn þá sem ekki hafa verið skráðir til þessa. Borið hefur á því að félagsmenn og félög í þeirra eigu hafi fengi tvöfalt gjald, en ástæðan er sú að bæði eru skráð sem félagsmenn í félagatali. Þetta þarf að leiðrétta. Við viljum endilega skrá sem fyrst allar leiðréttinga- og bakfærslur og bregðast fljótt við erindum þeirra bænda sem hafa samband,“ segir Guðbjörg sem hvetur jafnframt þá bændur sem telja sig vera í samtökunum og hafa ekki fengið greiðsluseðil fyrir félagsgjöldunum að láta í sér heyra.
 
Nánari upplýsingar á bondi.is
 
Eindagi á greiðsluseðlunum er mánudagurinn 27. mars en eftir hann fá þeir sem ekki hafa greitt áminningarpóst. Minnt er á að allar nánari upplýsingar um félagsgjöldin er að finna á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Bændur geta haft samband í síma 563-0300 og í netfangið bondi@bondi.is.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...