Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Ganga til liðs við Samtök iðnaðarins
Fréttir 14. febrúar 2024

Ganga til liðs við Samtök iðnaðarins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) hafa gengið til liðs við Samtök iðnaðarins (SI) en samkomulag þess efnis var undirritað nýlega. Með samkomulaginu verða öll félög innan SAFL aðilar að SI og þar með Samtökum atvinnulífsins.

SAFL verða áfram sjálfstæð samtök og með starfandi framkvæmdastjóra en félagsmenn SAFL hafa þá einnig aðgang að fullri þjónustu Samtaka iðnaðarins.

Sameiginleg hagsmunamál

Að sögn Margrétar Gísladóttur, framkvæmdastjóra SAFL, hefur verið stefnt að því frá stofnun SAFL að samtökin yrðu hluti af Samtökum atvinnulífsins, enda mikilvægt að landbúnaðurinn sé hluti af hvers konar umræðu og stefnumótun íslensks atvinnulífs í heild.

„Mörg af helstu hagsmunamálum SAFL eru af sama meiði og SI hefur verið að beina spjótum sínum að undanfarið. Þar má helst nefna samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs, blýhúðun regluverks, raforkumál og svo má lengi telja. Þar er mikilvægt að rödd landbúnaðarins heyrist. Ég lít því bjartsýn til komandi samstarfs og þátttöku okkar í að vinna að þessum mikilvægu málum.“

Heimild kjötafurðastöðva til samvinnu

Þegar Margrét er spurð um helstu verkefni SAFL á undanförnum vikum og mánuðum, segir hún að mikill tími hafi farið í baráttu fyrir því að kjötafurðastöðvar fái heimild til hagræðingar, með samvinnu, líkt og þekkist í nágrannalöndunum og einnig í mjólkuriðnaðinum hér á landi. „Hefur málið verið í vinnslu í kerfinu um langa hríð. Nú loks er komið stjórnarfrumvarp inn til Alþingis en það þyrfti þó að taka töluverðum breytingum ef það á að geta uppfyllt markmiðið um hagræðingu í greininni. Málið er nú hjá atvinnuveganefnd og bíðum við fregna um næstu skref.

Þá erum við að rýna skýrslu umhverfis-, orku- og loftslags- ráðuneytisins um „gullhúðun“ EES-gerða um þessar mundir en eðli málsins samkvæmt nær málefnasvið ráðuneytisins yfir hluta af starfsemi landbúnaðarins og fyrirtækja í landbúnaði. Við höfum séð evrópska bændur rísa upp og mótmæla íþyngjandi regluverki og því er ótrúlegt að við séum í alltof mörgum tilvikum að ganga enn lengra en nauðsyn krefur hérlendis. Slíkt kemur niður á samkeppnisstöðu og gerir landbúnaðinum sem og öðrum greinum erfiðara fyrir en þörf er á.“

Samstarfsvettvangurinn með BÍ

Fyrir um rúmu ári síðan, á Búnaðarþingi 2023, var samþykkt ályktun um samstarfsvettvang SAFL og Bændasamtaka Íslands (BÍ) þar sem stjórn BÍ er falið að taka þátt í stofnun heildarsamtaka í landbúnaði með SAFL. Margrét segir að samtöl hafi átt sér stað á milli samtakanna á þessum tíma en ekki sé komin skýr mynd á það á þessari stundu.

„Sú vinna er óháð aðild SAFL að SI. Við eigum í góðu samstarfi við BÍ óháð framvindu þeirrar vinnu í hvers kyns málum. Við hófum sem dæmi sameiginlega morgunfundaröð um málefni landbúnaðar í janúar og er næsti fundur á dagskrá 22. febrúar næstkomandi,“ segir Margrét.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...