Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Rafmagn er stærsti einstaki kostnaðarliður í ylræktarframleiðslu fyrir utan launakostnað.
Rafmagn er stærsti einstaki kostnaðarliður í ylræktarframleiðslu fyrir utan launakostnað.
Mynd / ghp
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í sumar sendi fyrirtækið HS Orka ylræktarframleiðendum uppsögn á samningum með sex mánaða fyrirvara og lýkur samningum því í árslok. Yfir níutíu prósent garðyrkjuframleiðenda landsins kaupa raforku af HS Orku.

„Garðyrkjubændur eru því að leita tilboða frá raforkufyrirtækjum eins og er. Sumir eru að taka sig saman meðan aðrir eru að þreifa fyrir sér sjálfir,“ segir Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands.

Fyrirsjáanlegar verðhækkanir

Axel segir fyrirséð að raforkuverð muni hækka töluvert enda selji raforkufyrirtækin vöru sína til hæstbjóðenda. „Hér gildir markaðslögmálið,“ segir Axel.

Axel Sæland.

Rafmagn er stærsti einstaki kostnaðarliður í ylræktarframleiðslu fyrir utan launakostnað. Samkvæmt búvörusamningum niðurgreiðir íslenska ríkið að einhverju marki kostnað garðyrkjubænda við flutning og dreifingu raforku. Sjálf raforkan hefur hins vegar aldrei verið niðurgreidd og semja því framleiðendur um hana á samkeppnismarkaði.

Axel segir augljóst að miklar hækkanir á raforkuverði muni annaðhvort leiða til minni framleiðslu á grænmeti og/eða hærra verðs á afurðunum.

„Það er stefna stjórnvalda að tryggja bæði matvæla- og fæðuöryggi þjóðarinnar. Það verður ekki gert með hækkandi vöruverði á innlendri framleiðslu. Það er nauðsynlegt að innlend framleiðsla sé samkeppnishæf við innflutning. Skortur á orkumarkaði er búinn að vera fyrirsjáanlegur lengi og lítið sem ekkert gerst í virkjanamálum. Stjórnvöld geta svo sannarlega stigið inn og aðstoðað í þessari stöðu.

Nýjasta tækni í ljósabúnaði sparar mikla orku en gefur sama ljósmagn, en þetta er mjög dýr búnaður og því mikil fjárfesting fyrir bændur. Þarna geta stjórnvöld aðstoðað með fjárfestingarstuðningi til garðyrkjubænda og um leið vegið upp þann rekstrarkostnað sem hlýst af hækkunum á raforku,“ segir Axel.Hann telur brýnt að garðyrkjubændur gangi frá nýjum samningum um raforkukaup í september til að þeir viti við hvaða efnahagsumhverfi þeir starfi á nýju ári.

Notkun raforku sem fellur illa að framleiðslu fyrirtækisins

Nokkur fyrirtæki framleiða raforku. Landsvirkjun er langstærsta framleiðslufyrirtækið sem framleiðir yfir 70% raforkunnar skv. vef Samorku. Orka náttúrunnar framleiðir 1% og HS Orka 7%. Önnur fyrirtæki, s.s. Orkusalan, Orkubú Vestfjarða og fleiri, framleiða minna. Samkvæmt vef Samorku eru söluaðilar rafmagns níu talsins.

Birna Lárusdóttir.

Birna Lárusdóttir, upplýsinga-fulltrúi HS Orku, segir í svari við fyrirspurn að allar forsendur á raforkumarkaði hafi gjörbreyst frá því fyrirtækið gerði samninga við garðyrkjubændur.

„Notendur á almennum markaði nota ekki raforku jafnt yfir árið. Notkunin einkennist bæði af dægur- og árstíðasveiflum sem fellur illa að framleiðslu fyrirtækisins. Því þarf HS Orka að reiða sig á orkukaup af öðrum raforkuframleiðendum til að mæta breytileika í notkun viðskiptavina okkar á almenna markaðinum.“

Landsvirkjun sé eini raforkuframleiðandinn á Íslandi sem búi yfir breytilegri framleiðslugetu en síðustu þrjú ár hafi framleiðsla Landsvirkjunar tæplega staðið undir skuldbindingum á markaði.

„Í ár hefur það til dæmis gerst að öll miðlunarlón Landsvirkjunar hafa náð sögulega lægstu stöðu á einhverjum tímapunkti. Okkur er ekki kunnugt um að það hafi nokkru sinni gerst áður innan sama árs. Staðan í miðlunarlónunum hefur leitt til þess að raforkuverð í heildsölu frá Landsvirkjun hefur hækkað og framboð hefur verið minna en áður. Fiskimjölsverksmiðjur hafa verið skertar allt árið og fjarvarmaveitur [kyntar rafhitaveitur] voru skertar langt fram á vor. Ekki eru líkur til að ástandið batni á þessu almanaksári, nema miklar haustrigningar komi til,“ segir Birna.

Verð fer hækkandi vegna óvissu á markaði

Fyrirtæki geta keypt orku gegnum raforkumarkaðinn Vonarskarð, þar sem raforkuframleiðendur geta boðið orkuvörur til sölu og sölufyrirtæki boðið í vörurnar.

„Þetta eykur gagnsæi á íslenska orkumarkaðinum og yfirgnæfandi orkuskortur ætti að koma fyrr í ljós en ella. Landsvirkjun, sem er langstærsti orkuframleiðandi landsins, hefur boðið fram orku á markaðinn með nokkuð óreglulegum hætti undanfarið enda á fyrirtækið eflaust erfitt með að bjóða mikið af orku fram í tímann við núverandi stöðu í vatnsbúskap þjóðarinnar. Af þessum sökum ríkir töluverð óvissa á markaði og verð fer hækkandi við þær aðstæður,“ segir Birna.

Hún segir að þessar forsendubreytingar á raforkumarkaði hafi orðið til þess að HS Orka hafi þurft að segja upp samningum eða endursemja við viðskiptavini sína til að endurspegla breytt umhverfi.
Í uppsagnarbréfum til garðyrkjubænda frá í sumar segir að HS Orka muni hafa samband í framhaldi til að kanna áhuga á að endursemja við félagið. Birna segir að fyrirtækið stefni að því að vera búið að heyra í öllum fyrir lok vikunnar.

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...

Strandirnar standa sterkari eftir
Fréttir 27. mars 2025

Strandirnar standa sterkari eftir

Strandamenn hafa staðið í átaki til að stöðva fólksfækkun og efla innviði og atv...

Íslenskar paprikur árið um kring
Fréttir 27. mars 2025

Íslenskar paprikur árið um kring

Sölufélag garðyrkjumanna fékk nýverið 13,5 milljóna króna styrk vegna rannsókna ...