Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ársframleiðsla Jarðarberjalands er fyrir bí eftir að óveðrið í nótt.
Ársframleiðsla Jarðarberjalands er fyrir bí eftir að óveðrið í nótt.
Mynd / Hólmfríður Geirsdóttir
Fréttir 22. febrúar 2022

Garðyrkjustöð eyðilagðist í óveðrinu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Húsnæði garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Biskupstungum eyðilagðist í illviðrinu sem gekk yfir landið í gær og nótt.

Gróðurhúsið var 2000 fm stórt og innihélt 18.200 plöntur. Mynd/HG

Gróðurhúsið var 2.000 fm stórt og innhélt 18.200 jarðarberjaplöntur. „Við fórum niður að stöð um leið og hægt var, þegar aðeins lægði, upp úr miðnætti. Þá var húsið farið,“ segir Steinar Ástráður Jensen annar eigandi stöðvarinnar. Ekki liggur fyrir heildartjón á þessum tímapunkti en ljóst er að ræktunarár stöðvarinnar er fyrir bí.

Ársframleiðsla stöðvarinnar er rúm 30 tonn af berjum. Mynd/HG

„Það munu engin ber koma héðan út þetta ár og fram á mitt næsta ár að minnsta kosti. Við vorum búin að stilla upp í heilsársræktun og frá okkur fara vikulega 4-500 kg á veturna og 1.000-1.500 á sumrin,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, sem einnig á stöðina, en ársframleiðsla Jarðarberjalands er rúm 30 tonn af berjum á ári.

Þau segja að nú taki við að ræða við tryggingarfélagið en ljóst sé að þau hafi misst sína starfsstöð alla og endurreisa þurfi húsnæðið til að koma rekstrinum aftur af stað.

Hér má sjá myndband sem Hólmfríður tók af aðstæðunum í morgun.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...