Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ársframleiðsla Jarðarberjalands er fyrir bí eftir að óveðrið í nótt.
Ársframleiðsla Jarðarberjalands er fyrir bí eftir að óveðrið í nótt.
Mynd / Hólmfríður Geirsdóttir
Fréttir 22. febrúar 2022

Garðyrkjustöð eyðilagðist í óveðrinu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Húsnæði garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Biskupstungum eyðilagðist í illviðrinu sem gekk yfir landið í gær og nótt.

Gróðurhúsið var 2000 fm stórt og innihélt 18.200 plöntur. Mynd/HG

Gróðurhúsið var 2.000 fm stórt og innhélt 18.200 jarðarberjaplöntur. „Við fórum niður að stöð um leið og hægt var, þegar aðeins lægði, upp úr miðnætti. Þá var húsið farið,“ segir Steinar Ástráður Jensen annar eigandi stöðvarinnar. Ekki liggur fyrir heildartjón á þessum tímapunkti en ljóst er að ræktunarár stöðvarinnar er fyrir bí.

Ársframleiðsla stöðvarinnar er rúm 30 tonn af berjum. Mynd/HG

„Það munu engin ber koma héðan út þetta ár og fram á mitt næsta ár að minnsta kosti. Við vorum búin að stilla upp í heilsársræktun og frá okkur fara vikulega 4-500 kg á veturna og 1.000-1.500 á sumrin,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, sem einnig á stöðina, en ársframleiðsla Jarðarberjalands er rúm 30 tonn af berjum á ári.

Þau segja að nú taki við að ræða við tryggingarfélagið en ljóst sé að þau hafi misst sína starfsstöð alla og endurreisa þurfi húsnæðið til að koma rekstrinum aftur af stað.

Hér má sjá myndband sem Hólmfríður tók af aðstæðunum í morgun.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...