Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾.
Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾.
Fréttir 29. október 2018

Geigvænleg fækkun skordýra

Höfundur: Vilmundur Hansen
Samkvæmt nýrri rannsókn í Þýskalandi hefur skordýrum þar í landi fækkað um þrjá fjórðu á síðustu 25 árum. Svo mikil fækkun hefur alvarlegar afleiðingar fyrir lífkerfið í heild. 
 
Skordýr af öllum stærðum og gerðum eru nauðsynlegur hluti af vistkerfinu hvort  sem það eru frjóberar eða fæða fyrir fugla og önnur dýr. Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾ á síðustu 26 árum. Reikna má með að tölur um fækkun skordýra í öðrum löndum séu svipaðar. Helsta orsök fækkunarinnar er sögð vera notkun á skordýraeitri og breytingar í veðri af völdum hlýnunar jarðar. Aukinn landbúnaður, sem óhjákvæmilega dregur úr líffræðilegri fjölbreytni, er einnig sagður drjúg ástæða fyrir fækkun skordýra. 
 
Skordýrafræðingar víða um heim hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir fækkun skordýra í heiminum og segja að ef fækkun þeirra haldi áfram verði afleiðingarnar geigvænlegar. Þeir segja að til að rétta hlut skordýra verði að friða stór landsvæði fyrir þau og helst að gera landbúnaðarland fjölbreyttara með fjölbreyttari ræktun. 
 
Það sem gerir niðurstöðu rannsóknarinnar enn ógnvænlegri er að hún fór að mestu fram á náttúruverndarsvæðum og friðlandi þar sem búast má við að finna meira af skordýrum en í borgum og á landi sem notað er undir landbúnað og ræktun. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...