Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ingvi Stefánsson í ræðustól á aðalfundi Svínaræktarfélags Íslands. „Á sama tíma og við erum í mjög harðri samkeppni við aðrar kjötgreinar bæði innlendar og innfluttar hafa neytendur alltaf staðið með okkur í verki.“
Ingvi Stefánsson í ræðustól á aðalfundi Svínaræktarfélags Íslands. „Á sama tíma og við erum í mjög harðri samkeppni við aðrar kjötgreinar bæði innlendar og innfluttar hafa neytendur alltaf staðið með okkur í verki.“
Mynd / HKr.
Fréttir 9. maí 2018

Geldingar í svínarækt nær aflagðar á Íslandi – líklega einsdæmi í heiminum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ingva Stefánsson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir neytendur ekki nógu upplýsta um að geldingar á grísum séu nánast aflagðar á Íslandi. Þá séu dýrin laus við fjölónæmar bakteríur og íslenskir svínabændur hafi verið að innleiða ásamt Norðmönnum metnaðarfyllstu löggjöf í heimi þegar kemur að velferð svína.
 
 Ingvi sagði á aðalfundi Svínaræktarfélagsins nýverið að svína­bændur kvörtuðu gjarnan undan óvæginni umræðu í sinn garð og finnist ómaklega að þeim vegið í opinberri umræðu. 
 
„Við verðum hins að viðurkenna að á sama tíma höfum við ekki staðið okkur í því að upplýsa fyrir hvað við stöndum. Það er nefnilega svo ótrúlega margt jákvætt við okkar framleiðslu sem við gleymum að segja frá,“ sagði  Ingvi.
 
„Nýjasta dæmið eru upplýsingar frá Matvælastofnun þar sem enn og aftur er staðfest eftir sýnatökur í sláturhúsum í byrjun þessa árs að fjölónæma bakterían MRSA, eða MÓSA upp á okkar ylhýra, finnst ekki í íslenskri svínarækt. Erum við kannski eina landið í Evrópu sem er laust við þessa bakteríu í okkar búgrein? 
 
Hvað höfum við gert til að upplýsa neytendur um að við séum að taka upp metnaðarfyllstu löggjöf í heimi – ásamt Norðmönnum –  þegar kemur að velferð svína? 
 
Geldingar aflagðar á Íslandi - líklega einsdæmi í heiminum
 
„Geldingar á grísum eru nánast aflagðar á Íslandi og er það líklega einsdæmi í heiminum, að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Hún segir aðbúnað svína hafa batnað verulega að undanförnu.“
 
Neytendur hafa staðið með íslenskum svínabændum
 
„Og síðast en ekki síst, neytendur. Þeir hafa nú aldeilis reynst okkur vel í gegnum tíðina. Á sama tíma og við erum í mjög harðri samkeppni við aðrar kjötgreinar bæði innlendar og innfluttar hafa neytendur alltaf staðið með okkur í verki. Það hafa þeir gert með því að velja íslenskt svínakjöt í síauknum mæli síðustu áratugi. 
 
Vissulega hefur innflutningur á svínakjöti aukist mjög mikið á síðustu árum, en af hverju er það? Við höfum einfaldlega ekki annað eftirspurn. Það er því fyrst og síðast okkar að halda áfram að þjónusta neytendur þ.a. þeir geti haldið áfram að velja okkar vöru, því það vilja þeir svo sannarlega. Því endurtek ég: Það er svo ótrúlega margt jákvætt við okkar framleiðslu sem við gleymum að segja frá. Því er ég sannfærður um að ef okkur tekst að upplýsa neytendur um fyrir hvað við stöndum sé framtíðin björt,“ sagði  Ingvi Stefánsson. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...