Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stórfyrirtæki og Parísarsamkomulagið: Einungis 12% þeirra stórfyrirtækja sem mest losa af kolefni út í andrúmsloftið hafa gert áætlanir eða sýna raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Stórfyrirtæki og Parísarsamkomulagið: Einungis 12% þeirra stórfyrirtækja sem mest losa af kolefni út í andrúmsloftið hafa gert áætlanir eða sýna raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fréttir 17. júlí 2019

Gera ekki ráð fyrir að draga úr losun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úttekt á losun kolefnis hjá þeim stórfyrirtækjum sem losa mest sýnir að fjórðungur þeirra standast ekki kröfur um losun eða að draga úr henni. Enn fremur sýnir úttektin að innan við helmingur fyrirtækjanna tekur tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda við áætlana- og ákvörðunartöku.

Samkvæmt úttekt Grantham rannsóknarstofnunarinnar í loftslagsmálum, sem starfrækt er við London School of Economics, eiga mörg stórfyrirtæki sem losa mikið af kolefnum úr í andrúmsloftið langt í land með að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að draga úr losun. Hjá um fjórðungi fyrirtækjanna er losunin langt yfir viðmiðunarmörkum, mörg fyrirtæki neita að gefa upplýsingar um magn losunarefna og ríflega helmingur þeirra virðist ekki hafa í hyggju að draga úr losuninni þar sem ekki er tekið tillit til hennar í áætlanagerð þeirra.

Úttekt Grantham-rannsókna­stofnunarinnar náði til 274 þeirra stórfyrirtækja í heiminum sem eru opinberlega skráð og losa mest af kolefni út í andrúmsloftið. Af 160 fyrirtækjunum sem losa mest höfðu einungis 20, eða eitt af hverjum átta á heimsvísu, dregið úr losun í því magni að það standist kröfur Parísasamkomulagsins. Úttektin sýndi einnig að einungis 12% fyrirtækjanna hafi gert áætlanir eða sýni raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Fyrirtækin sem um ræðir starfa á sviði olíu- og gasframleiðslu, ál-, orku- og bifreiðaframleiðslu auk flugsamgangna. Losun fyrirtækjanna er samtals talin nema meira en 40% af allri losun einkafyrirtækja í heiminum.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...