Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stórfyrirtæki og Parísarsamkomulagið: Einungis 12% þeirra stórfyrirtækja sem mest losa af kolefni út í andrúmsloftið hafa gert áætlanir eða sýna raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Stórfyrirtæki og Parísarsamkomulagið: Einungis 12% þeirra stórfyrirtækja sem mest losa af kolefni út í andrúmsloftið hafa gert áætlanir eða sýna raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Fréttir 17. júlí 2019

Gera ekki ráð fyrir að draga úr losun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úttekt á losun kolefnis hjá þeim stórfyrirtækjum sem losa mest sýnir að fjórðungur þeirra standast ekki kröfur um losun eða að draga úr henni. Enn fremur sýnir úttektin að innan við helmingur fyrirtækjanna tekur tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda við áætlana- og ákvörðunartöku.

Samkvæmt úttekt Grantham rannsóknarstofnunarinnar í loftslagsmálum, sem starfrækt er við London School of Economics, eiga mörg stórfyrirtæki sem losa mikið af kolefnum úr í andrúmsloftið langt í land með að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og að draga úr losun. Hjá um fjórðungi fyrirtækjanna er losunin langt yfir viðmiðunarmörkum, mörg fyrirtæki neita að gefa upplýsingar um magn losunarefna og ríflega helmingur þeirra virðist ekki hafa í hyggju að draga úr losuninni þar sem ekki er tekið tillit til hennar í áætlanagerð þeirra.

Úttekt Grantham-rannsókna­stofnunarinnar náði til 274 þeirra stórfyrirtækja í heiminum sem eru opinberlega skráð og losa mest af kolefni út í andrúmsloftið. Af 160 fyrirtækjunum sem losa mest höfðu einungis 20, eða eitt af hverjum átta á heimsvísu, dregið úr losun í því magni að það standist kröfur Parísasamkomulagsins. Úttektin sýndi einnig að einungis 12% fyrirtækjanna hafi gert áætlanir eða sýni raunverulegan vilja til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Fyrirtækin sem um ræðir starfa á sviði olíu- og gasframleiðslu, ál-, orku- og bifreiðaframleiðslu auk flugsamgangna. Losun fyrirtækjanna er samtals talin nema meira en 40% af allri losun einkafyrirtækja í heiminum.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...