Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gildandi reglur um flutninga yfir varnarlínur
Fréttir 23. júní 2023

Gildandi reglur um flutninga yfir varnarlínur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Staðfestar hafa verið breytingareglugerðir vegna landbúnaðartengdra flutninga milli varnarhólfa með hliðsjón af mismunandi stöðu þeirra vegna riðuveiki.

Í tilkynningu frá Sigurbjörgu Bergsdóttur, sérgreinadýralæknis nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að fram hafi komið óskir um upplýsingagjöf um gildandi reglur.

„Eins og þekkt er gilda strangar reglur um flutning á lifandi jórturdýrum, tækjum og ýmsum varningi yfir varnarlínur til þess að varna útbreiðslu dýrasjúkdóma, einkum riðu í sauðfé. Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma nr. 25/1993 er Matvælastofnun heimilt að takmarka eða banna flutning dýra, vöru eða tækja milli eða innan sóttvarnarsvæða, telji stofnunin að það valdi eða sé líklegt til að valda útbreiðslu sjúkdóma meðal dýra. Í reglugerð 651/2001 um riðuveiki og útrýmingu hennar koma fram helstu reglur sem gilda um flutninga:

  • 4. gr. Óheimilt er að flytja sauðfé til lífs milli sóttvarnarsvæða nema með leyfi yfirdýralæknis (Matvælastofnunar).
  • 4. gr. Af sýktu svæði og innan þess er almennt óheimilt að flytja sauðfé til lífs milli hjarða. Hægt er að sækja um sérstakt leyfi til Matvælastofnunar ef um er að ræða kindur með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir.
  • 4. gr. Þá er óheimilt, nema með leyfi héraðsdýralæknis að flytja milli bæja innan sýktra svæða og áhættusvæða hvaðeina, sem getur borið smitefni milli staða svo sem hey, heyköggla, og hálm, húsdýraáburð , túnþökur og gróðurmold nema að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    • a. Hey sé allt í plöstuðum
      stórböggum eða rúllum.
    • b. Þökur séu aðeins notaðar á
      svæðum þar sem sauðfé kemst ekki að.
      Þetta þýðir að ef versla skal með ofangreinda efnisflokka eða heyja tún í öðru varnarhólfi skal ávallt sækja um leyfi héraðsdýralæknis
  • 9. gr. Óheimilt er að flytja fjárklippur, markatengur, lyfjadælur og annan tækjabúnað, sem óhreinkast hefur af fé eða hugsanlega smitmengast á annan hátt á sýktu svæði til nota í landbúnaði á ósýktu svæði, án vottorðs frá héraðsdýralækni um að fullnægjandi sótthreinsun hafi átt sér stað. Þetta þýðir að ekki er leyfilegt að fara með þau tæki sem talin eru upp að ofan yfir varnarlínu nema með leyfi héraðsdýralæknis og að undangengnum þrifum og sótthreinsun.
  • 9. gr. Aðilar sem fara milli sóttvarnarsvæða, sýktra svæða, áhættusvæða eða ósýktra svæða með tækjabúnað til landbúnaðarstarfa skulu fá leyfi héraðsdýralæknis og vottorð um að fullnægjandi sótthreinsun hafi átt sér stað. Þetta þýðir að aðilar s.s. jarðvinnsluverktakar og heyvinnuverktakar mega ekki fara með tæki sín yfir varnarlínur nema með leyfi héraðsdýralæknis og að undangengnum þrifum og sótthreinsun á tækjunum.

Hafa ber í huga að héraðsdýralæknir vinnur úr öllum umsóknum í samráði við sérfræðinga stofnunarinnar í riðumálum og er ákvörðun tekin með hliðsjón af sjúkdómastöðu í viðkomandi varnarhólfum“, segir í tilkynningunni.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...