Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi að Syðra-Skörðugil, við afhendingu gjafarinnar.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi að Syðra-Skörðugil, við afhendingu gjafarinnar.
Fréttir 20. janúar 2021

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Menningarseturs Skag­firðinga hefur ákveðið að hætta starfsemi og afhenda sveitar­stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar allar eigur Menningar­­setursins sem eru eftir sölu eigna 214.000.000 króna.

Í ljósi stofnskrár og með hliðsjón af sögu Menningarseturs Skagfirðinga fylgir gjöfinni sú kvöð að þessum fjármunum skal varið til uppbyggingar skólamannvirkja í Varmahlíð.

Menningarsetur Skagfirðinga er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 1958. Skipulagsskrá hennar var samþykkt af dómsmálaráðherra og forseta Íslands árið 1965. Stofnendur voru áhugafólk um uppbyggingu á skóla og þjónustu í Varmahlíð.

Forveri Menningarseturs Skag­firðinga var Varmahlíðar­félagið sem var stofnað árið 1936, og hafði það meginmarkmið að byggja upp héraðsskóla í Varmahlíð. Til að sú uppbygging gæti orðið að veruleika keypti Varmahlíðarfélagið jarðirnar Reykjarhól og Varmahlíð af ríkissjóði árið 1941, en segja má að þær fjárfestingar hafi verið undirstaðan í allri uppbyggingu í Varmahlíð.

Með tímanum hafa hlutverk og áherslur hjá Menningarsetri Skagfirðinga breyst, sveitarfélögin hafa einnig stækkað og þjónustuhlutverk þeirra aukist í bæði skólamálum sem og á öðrum sviðum. Í ljósi þessa var samþykkt á stjórnarfundi Menningarseturs Skagfirðinga 17. desember 2020 síðastliðinn að hætta starfsemi og afhenda sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar allar eigur Menningarsetursins.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...