Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Glæpur gegn mannkyni
Fréttir 5. nóvember 2015

Glæpur gegn mannkyni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógareldarnir sem geisa í Indónesíu eru þeir verstu í sögu landsins og með verstu skógareldum sögunnar. Tugþúsundir hektarar frumskóga hafa logað í vel á þriðja mánuð. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í mörgum héruðum Indónesíu.

Eldarnir, sem eru dreifðir um stórt svæði, hafa valdið dauða tuga manna í borgum Indónesíu og ótöldum fjölda dýra í skógum landsins þar á meðal orangúta og tígrisdýra í útrýmingarhættu. Hundruð þúsunda landsmanna þjást af öndunarerfiðleikum vegna reykjarins sem leggur frá eldunum og er mengun svo mikil að þurft hefur að loka skólum og stofnunum í landinu vegna hennar.

Indónesía er eyjaklasi í Suðaustur-Asíu sem samanstendur af þúsundum eyja og fjöldi íbúa vel yfir 200 milljónir. Landamæri landsins liggja að Papúu-Nýju Gíneu, Austur-Tímor og Malasíu. Íbúar landsins eru 256 milljónir og skiptast í fjölda þjóðarbrota og eru 87% þeirra múslímar.

Eldarnir kveiktir viljandi

Talið er að eldana megi rekja til þess að kveikt hafi verið viljandi í villtum skógum til að ryðja land til ræktunar á olíupálmum til framleiðslu á pálmaolíu. Stjórnarmenn nokkurra fyrirtækja sem tengjast framleiðslu á pálmaolíu hafa verið handteknir vegna gruns um að eiga aðild að því að kveikt hafi verið í skógunum. Langvarandi þurrkar af völdum El Nino veðurfyrirbærisins hefur svo verið eins og olía á eldinn.

Haft er eftir talsmanni þeirra sem berjast við eldana að hafi þeir verið kveiktir viljandi sé skaðinn af þeim þegar það mikill að þeir verði að teljast til glæpa gegn mannkyni.

Samkvæmt loftmengunarstaðli sem kallast PSI er mengunin 2000 stig en öll mengun yfir 300 stig er sögð hættuleg mönnum. Mengunin er víða svo mikil að andrúmsloftið er grátt eða rautt á litinn af reyk. Stjórnvöld eru með herskip til taks við strendur þar sem eldarnir eru verstir og til stendur að flytja burt börn versni ástandið enn.

Flugi til og frá Singapúr aflýst

Reykjarkófið hefur borist til nágrannalanda eins og Malasíu, Nýju Gíneu og Filippseyja. Í Singapúr hefur þurft að aflýsa flugi og íþróttaviðburðum vegna reykjarins frá eldunum. Stjórnvöld í þeim löndum hafa gagnrýnt yfirvöld í Indónesíu fyrir getuleysi til að ráða við eldana og að hafa brugðist of seint við eftir að þeir komu upp. Á móti hefur verið bent á að fyrirtæki í Malasíu og Singapúr eigi um 50% af öllum fyrirtækjum í Indónesíu og að þess vegna ættu þær þjóðir sinn hlut á ábyrgð á eldunum
Gríðarlegt magn koltvísýrings hefur losnað út í andrúmsloftið vegna eldanna og er magnið svo mikið að talið er að það muni ýta talsvert undir hlýnun lofthjúps jarðar á næstu árum.

Samkvæmt talningu á fjölda minni og stærri elda á myndum úr gervitunglum hafa þeir verið um 117.000 frá síðustu áramótum.

Þúsundir íbúa í Indónesíu hafa komið saman úti á götum í sameiginlegri bæn um að þurrkunum í landinu linni enda helsta vonin til að eldarnir slokkni í bráð að regntímabilið hefjist sem fyrst.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...