Meginstarfsemi Stjörnugríss er rekstur á kjötvinnslu og sala á matvöru. Meðal vörumerkja þeirra eru Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl.
Meginstarfsemi Stjörnugríss er rekstur á kjötvinnslu og sala á matvöru. Meðal vörumerkja þeirra eru Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl.
Mynd / ál
Fréttir 4. september 2024

Góð afkoma hjá Stjörnugrís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hagnaður Stjörnugríss nam rúmum 436 milljónum króna á síðasta ári. Félagið rekur kjötvinnslu og sölu á matvöru undir merkjum Stjörnugrís, Stjörnunaut og Stjörnufugl.

Heildarvelta félagsins árið 2023 nam um 6.244 milljónum króna og hækkaði um 45 prósent milli ára. Eignir félagsins í árslok námu um 2,8 milljörðum króna, eigið fé tæpir tveir milljarðar króna og skuldir um 833 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2023.

Árið 2022 hagnaðist fyrirtækið um rúmar 39 milljónir króna en afkoma ársins 2021 var 325 milljónir króna.

Stöndugt fjölskyldufyrirtæki

Meginstarfsemi félagsins er rekstur á kjötvinnslu og sala á matvöru en eigendur félagsins eru fjölskylda sem hefur stundað svínabúskap frá árinu 1935, að því er fram kemur á vefsíðu Stjörnugríss. Geir Gunnar Geirsson á helming fyrirtækisins en hann er jafnframt forstjóri þess. Hjördís Gissurardóttir á 30,44 prósenta hlut og systurnar Hallfríður Kristín og Friðrika Hjördís Geirsdætur hvor sinn 9,78 prósenta hlut. Í ársreikningnum kemur fram að stjórn leggi til arðgreiðslu að upphæð 145 milljón króna vegna rekstrarársins 2023.

FEK ehf. er einnig í eigu fjölskyldunnar en tilgangur þess er að reka og leigja út fasteignir og jarðir í búrekstri. Fasteignir félagsins í árslok 2023 voru, samkvæmt ársreikningi: Saltvík, Melar, Bjarnastaðir, Sléttaból og Kálfhóll, Ás, Ásland og Sómastaðir, Esjugrund 24 og 36, Árvellir, Brautarholt, Hýrumelur, Gil og Sætún. Félagið Svínaríki ehf. var stofnað árið 2022 utan um rekstur svínabús Stjörnugríss en það var tekið yfir af Stjörnugrís í upphafi árs 2024. Þá tók Stjörnugrís einnig yfir félög í sinni eigu sem héldu utan um rekstur gyltubúa sinna á Gili, Brimnesi og Hýrumel, öll til heimilis að Vallá á Kjalarnesi. Stjörnugrís á einnig dótturfélögin LL42, sem skráð er fyrir innflutningskvótum á landbúnaðarvörum, sem og stóran hluta félagsins Melaveita ehf.

Arðbær eggjaframleiðsla

Stjörnuegg, systurfélag Stjörnugríss, skilaði einnig góðri afkomu árið 2023. Heildarveltan nam um tveimur milljörðum króna og hagnaður félagsins reyndist um hálfur milljarður króna sem er um 60 prósenta hækkun frá árinu áður.

Stjörnuegg hf. er eggjaframleiðandi með aðsetur á Kjalarnesi. Félagið er í 79 prósenta eigu Hjördísar Gissurardóttur og Hallfríður Kristín og Friðrika Hjördís eiga hvor sinn ellefu prósenta hlut. Þær eiga jafnframt félagið Skurn ehf. með aðsetur á sama stað.

Skylt efni: stjörnugrís

Fryst svil varðveitt í Nautastöðinni
Fréttir 4. september 2024

Fryst svil varðveitt í Nautastöðinni

Svil úr villta íslenska laxastofninum eru varðveitt í Nautastöð Bændasamtaka Ísl...

Helsinginn viðkvæmur og dregið úr veiðum
Fréttir 4. september 2024

Helsinginn viðkvæmur og dregið úr veiðum

Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs er hafið. Leitað er leiða til að draga úr veið...

Góð afkoma hjá Stjörnugrís
Fréttir 4. september 2024

Góð afkoma hjá Stjörnugrís

Hagnaður Stjörnugríss nam rúmum 436 milljónum króna á síðasta ári. Félagið rekur...

Lífrænt land stækkað
Fréttir 3. september 2024

Lífrænt land stækkað

Stefnt er að því að lífrænt vottað land á Íslandi verði tíu prósent af öllu land...

Græða á kjúklingi en tapa á svíni
Fréttir 3. september 2024

Græða á kjúklingi en tapa á svíni

Tvö félög um framleiðslu kjöts og matvælavinnslu í eigu Mataveldisins svokallaða...

Þreytt á umgengni og fýlu frá verksmiðju
Fréttir 2. september 2024

Þreytt á umgengni og fýlu frá verksmiðju

Hjónin á bænum Lambastöðum í Flóahreppi, þau Svanhvít Hermannsdóttir og Almar Si...

Fundur norrænna bændasamtaka
Fréttir 2. september 2024

Fundur norrænna bændasamtaka

Bændasamtök Íslands (BÍ) buðu fulltrúum frá systursamtökum sínum á Norðurlöndum ...

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu
Fréttir 30. ágúst 2024

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu

Ástand kolsýruuppspretta á Hæðarenda í Grímsnesi er ekki í lagi að mati eiganda ...