Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Góð grásleppuveiði en verð er of lágt
Mynd / vh
Fréttir 12. maí 2022

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­standandi vertíð. Alls fengu 134 bátar leyfi til veiðanna í þá 25 daga sem hverjum báti er úthlutað.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að allmargir bátar hafi lokið veiðum og að nýir séu að detta inn.

„Aflinn það sem af er hefur verið góður en samt minni en á sama tíma á síðasta ári. Verð fyrir aflann hefur hækkað um fjórðung en er samt of lágt miðað við kostnað við veiðarnar. Annað sem er áhugavert er að verð á grásleppuhrognum er lágt miðað við verð sem er að fást fyrir annars konar hrogn sem er í hámarki um þessar mundir.“

Veðrið hefur verið grásleppu­sjómönnum skaplegt og einn bátur búinn að landa um 60 tonnum, sem er mjög góður afli, en meðaltal á bát það sem af er vertíðinni er um 22 tonn en var um 37 tonn í fyrra, sem helgast meðal annars af því að dögunum var fækkað úr 30 í 25.

Að sögn Arnar hefur ekki tekist að selja grásleppuhveljur til Kína á þessu ári og fer hún í bræðslu.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...