Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Góð grásleppuveiði en verð er of lágt
Mynd / vh
Fréttir 12. maí 2022

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­standandi vertíð. Alls fengu 134 bátar leyfi til veiðanna í þá 25 daga sem hverjum báti er úthlutað.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að allmargir bátar hafi lokið veiðum og að nýir séu að detta inn.

„Aflinn það sem af er hefur verið góður en samt minni en á sama tíma á síðasta ári. Verð fyrir aflann hefur hækkað um fjórðung en er samt of lágt miðað við kostnað við veiðarnar. Annað sem er áhugavert er að verð á grásleppuhrognum er lágt miðað við verð sem er að fást fyrir annars konar hrogn sem er í hámarki um þessar mundir.“

Veðrið hefur verið grásleppu­sjómönnum skaplegt og einn bátur búinn að landa um 60 tonnum, sem er mjög góður afli, en meðaltal á bát það sem af er vertíðinni er um 22 tonn en var um 37 tonn í fyrra, sem helgast meðal annars af því að dögunum var fækkað úr 30 í 25.

Að sögn Arnar hefur ekki tekist að selja grásleppuhveljur til Kína á þessu ári og fer hún í bræðslu.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...