Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Göngukort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi
Fréttir 29. júní 2020

Göngukort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi

Höfundur: Ritstjórn
Út kom í vikunni fyrsta göngu­kort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi. Svæðið er undur­fallegt en lítt þekkt af göngufólki, þó fossarnir Drynjandi og Rjúkandi hafi mikið verið í umræðunni undan­farin misseri. 
 
Með kortinu fylgja göngu­lýsingar og fróðleikur um landslag, náttúrufar, byggð og sögu Árneshrepps. Kortið fer vel í vasa og fæst einnig með enskum texta.
 
Á kortinu er meðal annars að finna fossa, flúðir og nýuppgötvaða steingervinga svæðisins við Hvalá. Útlit göngukortsins er með svipuðu sniði og hin þekktu eitt hundrað ára gömlu dönsku herforingjaráðskort af Íslandi. Útgefandi eru samtökin ÓFEIG náttúruvernd.
 
 
Snæbjörn Guðmundsson jarð­fræðingur, hannaði kortið og ritstjórn var í höndum hans og Sifjar Konráðsdóttur, formanns ÓFEIGAR. Texta rituðu Snæbjörn Guðmundsson, Viðar Hreinsson, Sif Konráðsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson. Hönnun og uppsetning: Einar Geir Ingvarsson E&Co. Prentun: Litróf. Viljandi minningarsjóður styrkti útgáfuna.
 
Kortið liggur frammi á öllum helstu viðkomustöðum í Árneshreppi og víðar á Ströndum og fæst einnig afhent hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6 í Reykjavík, sem gjarnan sendir það í pósti auk þess sem hlaða má því niður https://www.fi.is/is/frettir/gongukort-um-hvalarsvaedid.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...