Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Göngukort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi
Fréttir 29. júní 2020

Göngukort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi

Höfundur: Ritstjórn
Út kom í vikunni fyrsta göngu­kort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi. Svæðið er undur­fallegt en lítt þekkt af göngufólki, þó fossarnir Drynjandi og Rjúkandi hafi mikið verið í umræðunni undan­farin misseri. 
 
Með kortinu fylgja göngu­lýsingar og fróðleikur um landslag, náttúrufar, byggð og sögu Árneshrepps. Kortið fer vel í vasa og fæst einnig með enskum texta.
 
Á kortinu er meðal annars að finna fossa, flúðir og nýuppgötvaða steingervinga svæðisins við Hvalá. Útlit göngukortsins er með svipuðu sniði og hin þekktu eitt hundrað ára gömlu dönsku herforingjaráðskort af Íslandi. Útgefandi eru samtökin ÓFEIG náttúruvernd.
 
 
Snæbjörn Guðmundsson jarð­fræðingur, hannaði kortið og ritstjórn var í höndum hans og Sifjar Konráðsdóttur, formanns ÓFEIGAR. Texta rituðu Snæbjörn Guðmundsson, Viðar Hreinsson, Sif Konráðsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson. Hönnun og uppsetning: Einar Geir Ingvarsson E&Co. Prentun: Litróf. Viljandi minningarsjóður styrkti útgáfuna.
 
Kortið liggur frammi á öllum helstu viðkomustöðum í Árneshreppi og víðar á Ströndum og fæst einnig afhent hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6 í Reykjavík, sem gjarnan sendir það í pósti auk þess sem hlaða má því niður https://www.fi.is/is/frettir/gongukort-um-hvalarsvaedid.
Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...