Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Göngukort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi
Fréttir 29. júní 2020

Göngukort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi

Höfundur: Ritstjórn
Út kom í vikunni fyrsta göngu­kort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi. Svæðið er undur­fallegt en lítt þekkt af göngufólki, þó fossarnir Drynjandi og Rjúkandi hafi mikið verið í umræðunni undan­farin misseri. 
 
Með kortinu fylgja göngu­lýsingar og fróðleikur um landslag, náttúrufar, byggð og sögu Árneshrepps. Kortið fer vel í vasa og fæst einnig með enskum texta.
 
Á kortinu er meðal annars að finna fossa, flúðir og nýuppgötvaða steingervinga svæðisins við Hvalá. Útlit göngukortsins er með svipuðu sniði og hin þekktu eitt hundrað ára gömlu dönsku herforingjaráðskort af Íslandi. Útgefandi eru samtökin ÓFEIG náttúruvernd.
 
 
Snæbjörn Guðmundsson jarð­fræðingur, hannaði kortið og ritstjórn var í höndum hans og Sifjar Konráðsdóttur, formanns ÓFEIGAR. Texta rituðu Snæbjörn Guðmundsson, Viðar Hreinsson, Sif Konráðsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson. Hönnun og uppsetning: Einar Geir Ingvarsson E&Co. Prentun: Litróf. Viljandi minningarsjóður styrkti útgáfuna.
 
Kortið liggur frammi á öllum helstu viðkomustöðum í Árneshreppi og víðar á Ströndum og fæst einnig afhent hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6 í Reykjavík, sem gjarnan sendir það í pósti auk þess sem hlaða má því niður https://www.fi.is/is/frettir/gongukort-um-hvalarsvaedid.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...