Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Grænmeti selt fyrir milljarða
Mynd / ghp
Fréttir 31. maí 2024

Grænmeti selt fyrir milljarða

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sölufélag garðyrkjumanna seldi fyrir rúma 4,7 milljarða króna árið 2023.

Hagnaður samstæðunnar reyndist um 82,2 milljónir króna og jókst um 84,3 prósent milli áranna 2022 og 2023. Á ársfundi félagsins var samþykkt tillaga stjórnar að greiða 20 milljónir króna í arð á árinu. Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2023 námu rúmum 6,6 milljörðum króna. Hagnaðurinn var 44,6 milljónir króna árið 2022. Heildareignir móðurfélagsins námu í árslok 2023 tæplega 1,5 milljörðum króna og var eigið fé 680 milljónir.

Samstæðan samanstendur af Sölufélagi garðyrkjumanna og dótturfélögunum Í einum grænum ehf. og Matartímanum ehf.

Meginstarfsemi samstæðunnar felst í sölu á innlendu grænmeti frá framleiðendum til endurseljanda, svo sem í matvöruverslanir. Matartíminn rekur mötuneytisþjónustu fyrir grunn- og leikskóla en undir félaginu Í einum grænum er matvælaframleiðsla með það að leiðarljósi að fullnýta uppskeru grænmetisbænda.

Í lok árs 2023 voru hluthafar Sölufélags garðyrkjumanna 57 talsins. Stærstu hluthafarnir eru Flúðasveppir ehf., Flúðajöfri ehf., Melabréf ehf. og Bakkabréf ehf., öll með tíu prósenta hlut. Hveravellir ehf. eiga 9,8 prósenta hlut og Laugaland átta prósenta hlut.

Aðalfundur félagsins fór fram á dögunum. Friðrik Friðriksson var kjörinn nýr inn í stjórn í stað Þorleifs Jónssonar. Aðrir stjórnarmeðlimir eru Knútur Rafn Ármann, sem er stjórnarformaður, Páll Ólafsson, Guðríður Helgadóttir og Hildur Ósk Sigurðardóttir. Forstjóri félagsins er Gunnlaugur Karlsson.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...