Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flutningur á grænmeti frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir verður kolefnisjafnaður að fullu.
Flutningur á grænmeti frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir verður kolefnisjafnaður að fullu.
Mynd / Sfg.
Fréttir 5. nóvember 2018

Grænmetisflutningur kolefnisjafnaður

Höfundur: Ritstjórn
Sölufélag garðyrkjumanna og Kolviður hafa undirritað samning sem felur í sér að flutningur á grænmeti frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir verður kolefnisjafnaður að fullu. Íslenskt grænmeti er því orðið enn grænna en áður og neytendur fá tryggingu fyrir því að kolefnisfótspor á flutningi grænmetisins eru jöfnuð að fullu af vottuðum aðilum.
 
Samningurinn felur m.a. í sér að haldið er sérstakt kolefnisbókhald til að reikna út kolefnisfótspor í flutningum frá bónda og í verslanir. Út frá þeim gögnum er trjám plantað á tilgreindum svæðum og eru þau vernduð í 60 ár. Þannig er allur akstur vörunnar kolefnisjafnaður.
 
Kolviður er sjóður sem starfar samkvæmt skipulagsskrá samþykktri af stjórnvöldum 2006 og lýtur eftirliti Ríkisendurskoðunar. Stofnendur sjóðsins eru Skógræktarfélag Íslands og Landvernd með stuðningi ríkisstjórnar Íslands, en markmið hans er binding kolefnis í gróðri og jarðvegi til að draga úr styrk koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti. 
 
Samkvæmt mælingum á flutningi grænmetis frá framleiðendum hefur Kolviður gróðursett tré sem jafnar út kolefnisfótsporin og sú vinna mun halda áfram um ókomin ár. 
 
„Við teljum afar mikilvægt að halda áfram að vera eins vistvæn og græn og við getum. Síðustu ár höfum við tekið mörg stór og mikilvæg skref í þá átt. Þannig er yfir áratugur liðinn frá því að við hættum allri notkun frauðplasts, tæp 10 ár frá því að allri notkun á plastbökkum var hætt og bakkar úr endurvinnanlegum pappa teknir upp í staðinn, fljótlega koma á markað jarðgerðanlegar umbúðir unnar úr jurtasterkju og einnig eru væntanlegir kartöflubréfpokar fyrir okkar kartöflur. Að kolefnisjafna nú akstur grænmetisins er eðlilegt næsta skref. Íslendingar vita hvaðan íslenskt grænmeti kemur og nú að það komi í verslanir kolefnisjafnað,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkju­manna.
 
„Kolviðarskógar eru nú þegar á Geitasandi á Rangárvöllum og á Úlfljótsvatni og unnið er að samningum um uppbyggingu skógar við Skálholt.  Frá upphafi hefur um 600.000 trjám verið plantað í Kolviðarskóga og þeim fyrirtækjum sem vilja kolefnisjafna sig fjölgar jafnt og þétt. Það er afar ánægjulegt að Sölufélag garðyrkjumanna stígi nú þetta skref og stækki enn frekar Kolviðarskóga landsins og geri grænmetið enn grænna,“ segir Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Kolviðs.
 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...