Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á þessu ári.

Greiðslurnar eru í samræmi við tillögur Spretthópsins, sem var settur á laggirnar í júní síðastliðnum til að bregðast við alvarlegri stöðu landbúnaðarins á Íslandi – til að mynda í kjölfar mikilla verðhækkana á aðföngum bænda.

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er álagið reiknað út frá umsóknum þessa árs og er tíu prósentum af heildarupphæð álagsins, sem er 517 milljónir króna, haldið eftir þar til uppgjör á úttektum umsókna er lokið í desember.

Alls sóttu 1.574 um landgreiðslur fyrir þetta ár, en 1.007 sóttu um jarðræktarstyrki. Skiptast greiðslur þannig að 259 milljónir króna verða greiddar sem jarðræktarálag og 258 milljónir króna sem álag á landgreiðslur.

Næstu álagsgreiðslur nú í nóvember

Næstu álagsgreiðslur eru áætlaðar nú í nóvember, þegar 75 prósenta álag á nautakjötsframleiðslu verður greitt út, eða alls 41 milljón fyrir tímabilið október til desember. Síðan í febrúar á næsta ári þegar 25 prósenta álag í garðyrkju verður greitt út – alls 101 milljón króna – og er þriðja álagsgreiðsla á nautakjötsframleiðslu vegna framleiðslu á tímabilinu október til desember, einnig 41 milljón.

Í febrúar 2023 verður einnig uppgjör álags á gæðastýringu í sauðfjárrækt, samhliða uppgjöri almennu gæðastýringargreiðslunnar.

Þá lagði Spretthópurinn til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína-, alifugla- og eggjaframleiðendum, en áætlað er að umsóknarferlið vegna þessara stuðningsgreiðslna fari fram snemma árs 2023.

Skylt efni: spretthópurinn

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...