Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á þessu ári.

Greiðslurnar eru í samræmi við tillögur Spretthópsins, sem var settur á laggirnar í júní síðastliðnum til að bregðast við alvarlegri stöðu landbúnaðarins á Íslandi – til að mynda í kjölfar mikilla verðhækkana á aðföngum bænda.

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er álagið reiknað út frá umsóknum þessa árs og er tíu prósentum af heildarupphæð álagsins, sem er 517 milljónir króna, haldið eftir þar til uppgjör á úttektum umsókna er lokið í desember.

Alls sóttu 1.574 um landgreiðslur fyrir þetta ár, en 1.007 sóttu um jarðræktarstyrki. Skiptast greiðslur þannig að 259 milljónir króna verða greiddar sem jarðræktarálag og 258 milljónir króna sem álag á landgreiðslur.

Næstu álagsgreiðslur nú í nóvember

Næstu álagsgreiðslur eru áætlaðar nú í nóvember, þegar 75 prósenta álag á nautakjötsframleiðslu verður greitt út, eða alls 41 milljón fyrir tímabilið október til desember. Síðan í febrúar á næsta ári þegar 25 prósenta álag í garðyrkju verður greitt út – alls 101 milljón króna – og er þriðja álagsgreiðsla á nautakjötsframleiðslu vegna framleiðslu á tímabilinu október til desember, einnig 41 milljón.

Í febrúar 2023 verður einnig uppgjör álags á gæðastýringu í sauðfjárrækt, samhliða uppgjöri almennu gæðastýringargreiðslunnar.

Þá lagði Spretthópurinn til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína-, alifugla- og eggjaframleiðendum, en áætlað er að umsóknarferlið vegna þessara stuðningsgreiðslna fari fram snemma árs 2023.

Skylt efni: spretthópurinn

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...