Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári.
Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári.
Mynd / BBL
Fréttir 10. janúar 2019

Greitt fyrir minna ræktað og uppskorið land en 2017

Höfundur: smh

Undanfarin tvö ár hafa landgreiðslur verið greiddar út til bænda, samkvæmt rammasamningi búvörusamnings frá 2016, þar sem greitt er fyrir land sem uppskorið er til fóðuröflunar og bættust þær við jarðræktarstyrki sem hafa verið greiddir frá 2008 í núverandi mynd. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur birt yfirlit um heildarflatarmál þess lands sem hefur verið greitt fyrir síðustu tvö ár og hefur flatarmál þess minnkað um tæpa 1.000 hektara á milli ára.

Þessar upplýsingar koma úr gögnum frá Matvælastofnun. Raunar minnkar land sem greitt er fyrir, bæði fyrir landgreiðslur og jarðræktarstyrki. Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári. Jarðræktarstyrkir voru greiddir vegna 10.811 hektara árið 2017, en vegna 10.238 hektara á síðasta ári. Þegar tölur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki hafa verið lagðar saman minnkar flatarmálið úr 87.799 hekturum í 86.825 hektara.

Nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum

Breytingar á fyrirkomulagi jarðræktarstyrkja hafa orðið þannig að nú er greitt fyrir útiræktaðs grænmetis, sem áður var ekki styrkhæft. Einnig eru meiri kröfur um jarðræktarskýrsluhald í Jörð.is en áður var.

RML bendir á að enn sé nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum og einnig sé einhver ræktun sem ekki falli undir þær kröfur sem eru settar í reglugerð.

RML áætlar að heildarflatarmál þess lands sem er í virkri nýtingu á Íslandi (ræktað og uppskorið) sé rúmlega 90 þúsund hektarar. Á meðfylgjandi mynd frá RML má sjá hvernig sú landnýting dreifist um landið.

 

Mynd / RML

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...