Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári.
Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári.
Mynd / BBL
Fréttir 10. janúar 2019

Greitt fyrir minna ræktað og uppskorið land en 2017

Höfundur: smh

Undanfarin tvö ár hafa landgreiðslur verið greiddar út til bænda, samkvæmt rammasamningi búvörusamnings frá 2016, þar sem greitt er fyrir land sem uppskorið er til fóðuröflunar og bættust þær við jarðræktarstyrki sem hafa verið greiddir frá 2008 í núverandi mynd. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur birt yfirlit um heildarflatarmál þess lands sem hefur verið greitt fyrir síðustu tvö ár og hefur flatarmál þess minnkað um tæpa 1.000 hektara á milli ára.

Þessar upplýsingar koma úr gögnum frá Matvælastofnun. Raunar minnkar land sem greitt er fyrir, bæði fyrir landgreiðslur og jarðræktarstyrki. Greitt var fyrir 76.988 hektara með landgreiðslum árið 2017 en fyrir 76.587 hektara á síðasta ári. Jarðræktarstyrkir voru greiddir vegna 10.811 hektara árið 2017, en vegna 10.238 hektara á síðasta ári. Þegar tölur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki hafa verið lagðar saman minnkar flatarmálið úr 87.799 hekturum í 86.825 hektara.

Nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum

Breytingar á fyrirkomulagi jarðræktarstyrkja hafa orðið þannig að nú er greitt fyrir útiræktaðs grænmetis, sem áður var ekki styrkhæft. Einnig eru meiri kröfur um jarðræktarskýrsluhald í Jörð.is en áður var.

RML bendir á að enn sé nokkuð um að bændur sækist ekki eftir greiðslum og einnig sé einhver ræktun sem ekki falli undir þær kröfur sem eru settar í reglugerð.

RML áætlar að heildarflatarmál þess lands sem er í virkri nýtingu á Íslandi (ræktað og uppskorið) sé rúmlega 90 þúsund hektarar. Á meðfylgjandi mynd frá RML má sjá hvernig sú landnýting dreifist um landið.

 

Mynd / RML

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...