Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
SS staðgreiddi rúmar 422 krónur fyrir kílóið af dilkakjötinu í síðustu haustslátrun.
SS staðgreiddi rúmar 422 krónur fyrir kílóið af dilkakjötinu í síðustu haustslátrun.
Mynd / smh
Fréttir 9. febrúar 2018

Greitt var frá tæpri 341 krónu til um 425 króna á innlagt kíló - uppfært

Höfundur: smh

Umfjöllunin hér að neðan hefur verið uppfærð

Umfjöllunin að neðan hefur verið uppfærð frá prentaðri útgáfu sem kom út í morgun:
 
Meðalverð hjá SAH afurðum hefur verið leiðrétt í umfjölluninni.
Þá var einnig bætt við upplýsingum frá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga
 
 
Í uppgjöri afurðastöðvanna, vegna sauðfjárslátrunar síðastliðið haust, kemur fram að meðalverð fyrir hvern dilk var frá 340,99 krónur á kílóið upp í 425,5 krónur á hvert kíló. 
 
Bændablaðið leitaði til sláturleyfishafa og bað um upplýsingar um meðalverð á kíló til bænda fyrir hvern innlagðan dilk. Einnig var óskað eftir upplýsingum um fjölda slátraðra dilka og meðalþunga – og hvort vænta mætti endurskoðunar á verðskrám.  
 
Sláturfélag Vopnfirðinga slátraði rúmum 30 þúsund
 
Að sögn Þórðar Pálssonar, skrifstofustjóra hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, var innlagt magn dilkakjöts á síðustu sláturvertíð 467.434 kíló. Meðalafurðaverð fyrir hvert kíló var um 377 krónur með breyttri gjaldskrá, en alls var slátrað 30.430 dilkum þar sem meðalvigtin var 15,91 kíló. 
 
Fjallalamb slátraði tæpum 28 þúsund
 
Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, segir að heildarmeðalverð á öllum keyptum dilkum hafi verið 347,69 krónur á kílóið. Meðalþungi dilka hjá Fjallalambi var 15,73 kíló og alls var slátrað 27.731 dilkum. Hann tekur fram að Fjallalamb hafi ekki hækkað sláturkostnað á heimteknu ef tekið var eitthvert magn. „Flest húsin hækkuðu sláturkostnað verulega ef heimtaka bænda fór yfir ákveðið magn og gerði þá bændum erfiðara að taka í heimtöku og selja.“
 
Björn Víkingur segir að þegar endanleg útkoma ársins 2017 liggi fyrir mun Fjallalamb ákveða með uppfærslu á verðskrá.
 
Meðalþungi 16,36 kíló hjá Norðlenska
 
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að hjá þeim hafi 97.851 dilki verið slátrað. 
Meðalþungi hjá Norðlenska var 16,36 kíló á dilk og meðalverð um 356 krónur á kílóið.
 
„Þeirri verðskrá sem gefin var út í lok sumars hefur ekki verið breytt, en breytingar gætu orðið fljótlega,“ segir Ágúst Torfi.
 
KS slátraði tæplega 98 þúsund dilkum
 
Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, segir að meðalverð fyrir innlagða dilka hafi verið 399,7 krónur á kílóið. Kjötafurðastöðin slátraði 97.778 dilkum og var meðalþyngdin 16,33 kíló. Að sögn Ágústs verður verðskráin endurskoðuð í næsta mánuði. 
 
Hann segir að rétt sé að setja verð frá Sláturhús KVH sér inn í þennan samanburð, þar sem að þeir greiða álag á hluta slátrunar. Á Hvammstanga var 100.139 lömbum slátrað, þar sem meðalvigt var 16,7 kíló. Þar var meðalverð á lamb 425,5 krónur á kílóið.
 
SAH afurðir slátruðu rúmlega 96 þúsund dilkum
 
Hjá SAH afurðum á Blönduósi var 96.256 dilkum slátrað. Meðalþungi dilka var 16,52 kíló og meðalverð fyrir dilk var 340,99 krónur á kílóið, miðað við fyrirliggjandi verðskrá. 
 
Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, sem á og rekur SAH afurðir, segir að endurskoðun á verðskrá liggi ekki fyrir. „Við komum til með að fara yfir þetta með eins góðum hug og hægt er, svo mikið er víst, en erum ekki búnir að því og ég get ekki sagt hvenær við gerum það,“ segir hann.
 
SS staðgreiddi rúmar 422 krónur fyrir kílóið
 
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að 103.204 dilkum hafi verið slátrað hjá þeim í síðustu sláturtíð.  Meðalþyngd slátraðra dilka var 16,49 kg og meðalverð sem greitt var fyrir innlagða dilka var 422,65 krónur á kílóið. „SS staðgreiddi allt sauðfjárinnlegg föstudag eftir innleggsviku,“ segir Steinþór, sem reiknar ekki með breytingu á þeirra verðskrá.
 
 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...