Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gríðarleg aukning er í notkun sýklalyfja í landbúnaði í Asíu
Fréttir 20. desember 2017

Gríðarleg aukning er í notkun sýklalyfja í landbúnaði í Asíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miðað við núverandi notkun er reiknað með að notkun á sýklalyfjum í landbúnaði muni aukast um helming á næsta áratug og um allt að 120% fyrir árið 2030 í Asíu. Helmingur sýklanotkunar til landbúnaðar í heiminum er í Kína.

Verksmiðjubúskapur við eldi á hænum og svínum hefur margfaldast í Asíu undanfarin ár og á sama tíma eykst notkun á sýklalyfjum við framleiðsluna.

Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir fjárfesta, Factory Farming in Asia: Assessing Investment Risks, kemur fram að aukin notkun sýklalyfja auki hættuna á að fram komi nýr stofn sýklalyfja ónæmra fuglaflensubaktería. Sá stofn getur borist með kjúklingakjöti til annarra landa og orðið hættulegur lýðheilsu manna um allan heim.

Gríðarleg framleiðsluaukning í Kína

Kjötframleiðsla í Asíu og ekki síst í Kína hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og er mikið af framleiðslunni flutt út. Tveir af stærstu fóðurframleiðendum í heimi eru í Kína og fóðrið sem þeir framleiða að undirstöðu kornmjöl og soja.

Rekstur verksmiðjubúanna, ræktun og framleiðsla fóðursins veldur einnig gríðarlegri losun gróðurhúsalofttegunda og fellingu skóga bæði í Kína og Brasilíu þaðan sem megnið af soja er flutt til Kína.

Gamalt kjöt

Fyrir þremur árum komst upp um kjötframleiðanda í Kína sem meðal annars framleiddi kjúklinga fyrir McDonalds og KFC sem var að nota kjöt í framleiðsluna sem löngu var komið yfir síðasta söludag.

Einnig er vert að minna á að fyrir skömmu kom upp mál í Evrópu þar sem í ljós kom að egg sem seld voru til flestra landa Evrópusambandsins voru menguð með skordýraeitri sem bannað er að nota við matvælaframleiðslu.

Vaxandi áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína

Áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína er vaxandi en á sama tíma vilja margir þeirra ekki láta tengja sig við verksmiðjuframleiðslu, sýklalyfjaónæmi, aukna losun gróðurhúsalofttegunda og jafnvel misnotkun á vinnuafli.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...