Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gríðarleg aukning er í notkun sýklalyfja í landbúnaði í Asíu
Fréttir 20. desember 2017

Gríðarleg aukning er í notkun sýklalyfja í landbúnaði í Asíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miðað við núverandi notkun er reiknað með að notkun á sýklalyfjum í landbúnaði muni aukast um helming á næsta áratug og um allt að 120% fyrir árið 2030 í Asíu. Helmingur sýklanotkunar til landbúnaðar í heiminum er í Kína.

Verksmiðjubúskapur við eldi á hænum og svínum hefur margfaldast í Asíu undanfarin ár og á sama tíma eykst notkun á sýklalyfjum við framleiðsluna.

Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir fjárfesta, Factory Farming in Asia: Assessing Investment Risks, kemur fram að aukin notkun sýklalyfja auki hættuna á að fram komi nýr stofn sýklalyfja ónæmra fuglaflensubaktería. Sá stofn getur borist með kjúklingakjöti til annarra landa og orðið hættulegur lýðheilsu manna um allan heim.

Gríðarleg framleiðsluaukning í Kína

Kjötframleiðsla í Asíu og ekki síst í Kína hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og er mikið af framleiðslunni flutt út. Tveir af stærstu fóðurframleiðendum í heimi eru í Kína og fóðrið sem þeir framleiða að undirstöðu kornmjöl og soja.

Rekstur verksmiðjubúanna, ræktun og framleiðsla fóðursins veldur einnig gríðarlegri losun gróðurhúsalofttegunda og fellingu skóga bæði í Kína og Brasilíu þaðan sem megnið af soja er flutt til Kína.

Gamalt kjöt

Fyrir þremur árum komst upp um kjötframleiðanda í Kína sem meðal annars framleiddi kjúklinga fyrir McDonalds og KFC sem var að nota kjöt í framleiðsluna sem löngu var komið yfir síðasta söludag.

Einnig er vert að minna á að fyrir skömmu kom upp mál í Evrópu þar sem í ljós kom að egg sem seld voru til flestra landa Evrópusambandsins voru menguð með skordýraeitri sem bannað er að nota við matvælaframleiðslu.

Vaxandi áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína

Áhugi fjárfesta á kjötvinnslu í Kína er vaxandi en á sama tíma vilja margir þeirra ekki láta tengja sig við verksmiðjuframleiðslu, sýklalyfjaónæmi, aukna losun gróðurhúsalofttegunda og jafnvel misnotkun á vinnuafli.

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...