Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gríðarleg úrkoma fyrir austan
Mynd / Heiðar Broddason
Fréttir 17. ágúst 2015

Gríðarleg úrkoma fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta var ansi mikið, en sem betur fór stóð þetta ástand ekki lengi yfir,“ segir Ragn­ar Magnússon bóndi á Skriðufelli í Jökulsárhlíð.  
 
Gríðarleg úrkoma var fyrir aust­an um miðja síðustu viku frá því síðdegis á þriðjudag og fram á miðvikudagskvöld. Veðurstofan gaf út viðvörun þar sem lýst var yfir óvissuástandi vegna skriðuhættu og var vegi í sunnanverðum Seyðisfirði lokað þar sem óttast var að skriður gætu fallið. Sólarhringsúrkoma á veðurathugnarstöð á Hánefsstöðum mældist rúmlega 128 millimetrar frá kl. 9 á þriðjudagskvöld til kl. 9 á miðvikudagsmorgun. Ekki féllu þó skriður eystra, en lítilsháttar skemmd­ir urðu á vegum hér og hvar, m.a. á leiðinni frá Borgarfirði yfir í Loðmundarfjörð.  
 
Heyrúlla flaut 8 kílómetra
 
Ragnar segir að ausandi rigning hafi verið eystra í rúman sólarhring, að auki hafi verið stórstreymt og háflóð, en Skriðufell stendur í um það bil 12 kílómetra fjarlægð frá sjó.  Heyrúllur stóðu á túnum við bæinn og flutu að  minnsta kosti tvær þeirra af stað og lentu einhverja stund undir brú heima við bæinn.  Önnur þeirra losnaði síðan og flaut á brott, „hún fór hér niður eftir ánni og langleiðina út að sjó, ætli hún hafi ekki tekið svona um 8 kílómetra siglingu,“ segir Ragnar.
 
Hann segir að flóð hafi komið í Jökulsá í fyrrasumar. Hann var þá víðs fjarri góðu gamni á landsmóti hestamanna. Flaut þá yfir tún við Skriðufell líkt og nú. „Við erum ekki óvön því að hér flæði yfir tún,“ segir hann.
 
Tæplega hálfnaður með fyrri slátt
 
Tún við Skriðufell voru undirlögð af vatni en Ragnar segir að jafnvægi sé nú að komast á og hefur hann verið að tína upp rúllur sínar síðustu daga. Hann er um það bil hálfnaður með heyskap, búin að ná tæplega 500 rúllum af um 1100. „Ég er svona nokkurn vegin hálfnaður með fyrri slátt og veit alls ekki núna hvort yfirleitt verður eitthvað um seinni slátt hér um slóðir.  Þetta er orðið frekar pirrandi og maður er farinn að hugleiða hvort grípa þurfi til plans b, að rúlla í rigningu, en held að það gangi nú reyndar alls ekki.“
 
Vonandi verður haustið gott
 
Ragnar segir sprettu hafa verið fremur hæga í sumar, enda kalt og blautt fyrir austan flesta daga. „Svo hrekkur maður bara við, það er langt liðið á sumarið og skólar fara senn að byrja, þannig að það er mikil óvissa með framhaldið í heyskapnum,“ segir Ragnar sem er skólabílstjóri á svæðinu. „Það er ekki annað hægt en að halda í vonina um að haustið verði gott.“ 
Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...