Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eldar í Síberíu. Mynd / Moscow Times.
Eldar í Síberíu. Mynd / Moscow Times.
Fréttir 29. ágúst 2019

Gríðarlegir skógareldar í Rússlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnlausir skógareldar hafa logað í Síberíu síðastliðna þrjá mánuði og þegar hafa rúmlega tólf milljónir hektarar skóglendis orðið eldunum að bráð. Eldarnir, sem eru þeir mestu í sögu Rússlands, eru fyrir löngu hættir að vera sér rússneskt vandamál og snerta alla jarðarbúa.

Skógar í Rússlandi þekja um 45% landsins og eldarnir, sem eru margir, eru dreifðir yfir stórt og illa aðgengilegt svæði og því erfitt að vinna á þeim.

Útbreiðsla skógarelda í Síberíu og reyks af þeirra völdum. /Mynd  NOAA/NASA.

Fyrir nokkrum árum var tekin upp sú stefna í Rússlandi að láta skógarelda á afskekktum stöðum brenna út ef ekki teldist efnahagslega hagkvæmt að berjast við þá. Umhverfisverndarsinnar bentu á að ákvörðunin gæti leitt til þess að árlegir skógareldar, sem oft væru smáir, gætu náð sér á strik og orðið ill- eða óviðráðanlegir. Spádómurinn rættist í ár vegna þurrka og staðbundinna vinda sem hafa magnað eldana.

Samkvæmt því sem segir í The Moscow Times telja yfirvöld í Rússlandi sig hafa sannanir fyrir því að upptök sumra eldanna séu af manna völdum og til þess gerðir að leyna ólöglegu skógarhöggi á stórum svæðum.

Víða neyðarástand

Stjórnvöld í Rússlandi hafa brugðist við eldunum með því að lýsa yfir neyðarástandi á stöðum þar sem mestar líkur eru á að eldarnir valdi alvarlegum skaða. Hermenn og sérhannaðar flugvélar hafa verið send á nokkur svæði til að ráða niðurlögum eldsins.

Heilsuspillandi reyk vegna eldanna leggur víða yfir fjölmennar byggðir og talið að reykurinn muni víða koma til með að hafa slæm áhrif á heilsu manna og dýra. Villtu dýralífi á eldasvæðunum er einnig ógnað, auk þess sem eldarnir losa gríðarlegt magn af koltvísýringi út í andrúmsloftið.

Samkvæmt loftmyndum var reykur frá eldunum þegar farinn að berast yfir Kanada og Bandaríki Norður-Ameríku um síðustu mánaðamót.

Gróður brennur víða um heim

Auk þess sem miklir skógareldar geisa í Amason hafa íbúar Kanaríeyja, Grikklands og Alaska einnig verið að berjast við alvarlega skógarelda undanfarið. Skæðir gróðureldar komu einnig upp við Sisimiut á Grænlandi í síðasta mánuði.

Samkvæmt mælingum Alþjóðlegu veðurathugunar­stofnunar­innar var hitastig í júlí síðastliðinn að meðaltali það hæsta sem mælst hefur í 140 ár eða frá því að veðurmælingar hófust.

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...