Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hér má sjá hvernig bakterían leikur perutré.
Hér má sjá hvernig bakterían leikur perutré.
Mynd / Ninjatacoshell - Wikimedia Commons
Fréttir 4. ágúst 2020

Grunur um að þekktur skaðvaldur leggist á garðplöntur í íslenskum görðum

Höfundur: Ritstjórn

Grunur er um smit bakteríunnar Erwinia amylovora í ýmsum plöntum í görðum hér á landi. Bakterían er þekktur skaðvaldur og leggst helst á plöntur af rósaætt (Rosaceae) svo sem epla- og perutré, kirsuberjatré og reyni.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að einkenni sjúkdómsins minni á miklar hitaskemmdir á plöntum, en erlendis er hann þekktur undir nafninu fire blight. „Blóm og lauf plantna visna og deyja. Dauð blóm og lauf skorpna og taka á sig dökkbrúnan eða svartan lit en haldast oftast á plöntunni. Heilar greinar, stönglar og sprotar visna og í mörgum tilfellum bognar fremsti hlutinn og myndar form sem best má líkja við krók. Lauf geta myndað svarta dauða bletti og ávextir geta orðið brúnir og visnaðir. Á bol geta einnig myndast dökkbrúnir eða rauðbrúnir dauðir blettir sem sökkva eilítið inn í bolinn.

Matvælastofnun mun hefja sýnatöku í vikunni og hvetur alla sem telja sig eiga plöntur sem hafa sýkst af bakteríunni til að senda stofnuninni ábendingu,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.