Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Grunur um salmonellusmit
Mynd / smh
Fréttir 27. október 2017

Grunur um salmonellusmit

Matfugl í Mosfellsbæ hefur tilkynnt Matvælastofnun um að grunur sé um salmonellusmit í kjúklingaframleiðslu fyrirtækisins. 

Matfugl segir að frekari rannsókna sé þörf til að hægt sé að skera úr um hvort um smit sé að ræða, en þangað til það hefur verið gert sé rétt að innkalla vöruna sem er með rekjanleikanúmerið 011-17-38-07. Dreifing vörunnar er um allt land. Hún hefur verið stöðvuð og varan innkölluð. Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í versluninni sem hann var keyptur í eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2 í Mosfellsbæ.

Matfugl beinir því til neytenda að kjúklingurinn sé hættulaus fari þeir eftir áprentuðum leiðbeiningum á umbúðunum um eldun hans. Mikilvægt sé að steikja kjúklinginn í gegn og passa að blóðvökvi fari ekki í aðra matvöru.

Salmonellusmit í íslensku búfé er fátítt og salmonellusýkingar úr dýraafurðum í menn eru mjög fátíðar á Íslandi. Einkenni sýkinga geta verið frá því að vera væg, með niðurgangi tvisvar til þrisvar á dag í einn eða tvo daga, yfir í það að vera með stöðugan niðurgang, magakrampa og mikinn slappleika.

Skylt efni: salmonella | salmonellusmit

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...