Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Grunur um salmonellusmit
Mynd / smh
Fréttir 27. október 2017

Grunur um salmonellusmit

Matfugl í Mosfellsbæ hefur tilkynnt Matvælastofnun um að grunur sé um salmonellusmit í kjúklingaframleiðslu fyrirtækisins. 

Matfugl segir að frekari rannsókna sé þörf til að hægt sé að skera úr um hvort um smit sé að ræða, en þangað til það hefur verið gert sé rétt að innkalla vöruna sem er með rekjanleikanúmerið 011-17-38-07. Dreifing vörunnar er um allt land. Hún hefur verið stöðvuð og varan innkölluð. Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í versluninni sem hann var keyptur í eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2 í Mosfellsbæ.

Matfugl beinir því til neytenda að kjúklingurinn sé hættulaus fari þeir eftir áprentuðum leiðbeiningum á umbúðunum um eldun hans. Mikilvægt sé að steikja kjúklinginn í gegn og passa að blóðvökvi fari ekki í aðra matvöru.

Salmonellusmit í íslensku búfé er fátítt og salmonellusýkingar úr dýraafurðum í menn eru mjög fátíðar á Íslandi. Einkenni sýkinga geta verið frá því að vera væg, með niðurgangi tvisvar til þrisvar á dag í einn eða tvo daga, yfir í það að vera með stöðugan niðurgang, magakrampa og mikinn slappleika.

Skylt efni: salmonella | salmonellusmit

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...