Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Grunur um salmonellusmit
Mynd / smh
Fréttir 27. október 2017

Grunur um salmonellusmit

Matfugl í Mosfellsbæ hefur tilkynnt Matvælastofnun um að grunur sé um salmonellusmit í kjúklingaframleiðslu fyrirtækisins. 

Matfugl segir að frekari rannsókna sé þörf til að hægt sé að skera úr um hvort um smit sé að ræða, en þangað til það hefur verið gert sé rétt að innkalla vöruna sem er með rekjanleikanúmerið 011-17-38-07. Dreifing vörunnar er um allt land. Hún hefur verið stöðvuð og varan innkölluð. Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í versluninni sem hann var keyptur í eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2 í Mosfellsbæ.

Matfugl beinir því til neytenda að kjúklingurinn sé hættulaus fari þeir eftir áprentuðum leiðbeiningum á umbúðunum um eldun hans. Mikilvægt sé að steikja kjúklinginn í gegn og passa að blóðvökvi fari ekki í aðra matvöru.

Salmonellusmit í íslensku búfé er fátítt og salmonellusýkingar úr dýraafurðum í menn eru mjög fátíðar á Íslandi. Einkenni sýkinga geta verið frá því að vera væg, með niðurgangi tvisvar til þrisvar á dag í einn eða tvo daga, yfir í það að vera með stöðugan niðurgang, magakrampa og mikinn slappleika.

Skylt efni: salmonella | salmonellusmit

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...