Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mynd: Odd Stefán.
Mynd: Odd Stefán.
Fréttir 29. september 2017

Grunur um veirusmit í tómatplöntum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrstu prófanir benda til að upp sé komin sýking af völdum vírus sem kallast Pepino mósaík vírus, PMV, í tómatarækt hér á landi. Vírusinn er landlægur víðast hvar í tómatarækt í Evrópu og víðar í heiminum. Vírusinn er ekki hættulegur mönnum en dregur úr uppskeru tómata.

Katrín María Andrésdóttir.

„Samkvæmt einfaldri prófun sem gerð hefur verið á tómatplöntum í ræktun í gróðurhúsum er líklegt að um sýkingu af völdum Pepino mósaík vírus sé að ræða en til að fá það 100% staðfest hafa verið send sýni til rannsóknar og staðfestingar,“ segir Katrín María Andrésdóttir framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda.“

Minni uppskera komi fram sýking

Skaði af völdum PMV felst í því vírusinn berst um sáldæðakerfi plantanna. Komi einkenni sýkingar fram geta blöðin verpst, aflagast og fram kemur litamunur á þeim. Blómum fækkar og aldinmyndun verður minni og það koma fram á tómötum blettir sem líkjast gulum blossum eða sólgosi.

 

Fundur með tómatabændum

Tómatræktendur hittust á fundi á Selfossi í gær ásamt Helga Jóhannessyni garðyrkjuráðunaut Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Dr. Sigurgeiri Ólafssyni plöntusjúkdómafræðingi.

Á fundinum var farið yfir næstu skref, sem byggja á því að staðfesta greiningu og útbreiðslu og gera áætlun um hvernig útrýma megi veirunni og verjast vágestum af þessum toga.

Afar smitandi vírus

Ef marka má fyrstu prófanir hefur vírusinn náð að dreifst töluvert út í tómatarækt hér á landi enda er hann afar smitandi. Vírusinn finnst í safa plantanna og getur smitast við snertingu.

Katrín María segir að PMV sé ekki á lista Matvælastofnunar yfir tilkynningaskylda óværu en að hann sé á A2-lista EPPO sem eru samtök um plöntur og plöntuheilbrigði í Evrópu og við Miðjarðarhafið. „Ástæða þess að vírusinn er á A2-lista EPPO er að hann hefur komið upp í flestum löndum Evrópu og meðal annarra öllum flestum þeim löndum sem fluttir eru inn tómatar frá til Íslands.“

Hefur verið útrýmt

„Í einhverjum tilfellum hefur  tekist að útrýma þessum vírus í ræktun annarsstaðar í heiminum, til dæmis í Finnlandi, og við stefnum á að gera það líka hér á landi. Sem stendur er verið að kortleggja stöðuna og aðgerðir um hvernig best verður að því staðið og ekki síst að skoða hvernig hægt er að styðja við bakið á þeim sem þurfa að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir til að ráða niður lögum þessar óværu.“

Leita ráðgjafar finnsks sérfræðings

„Við erum svo heppin að eiga aðgang að finnskum ráðanaut sem hefur sérþekkingu og reynslu í að ráða niðurlögum þessa vírus og þekkir vel til tómataræktunar á Íslandi. Sá hefur einmitt unnið að ráðgjöf við íslenska ræktendur á undanförnum árum í nánu samstarfi við garðyrkjuráðunauta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Sem stendur er verið að gera áhættugreiningu og skoða hugsanlegar smitleiðir vírussins hér á landi og skipleggja mótvægisaðgerðir.“

Stuðningur til bænda

Katrín María segir að hjá Sambandi garðyrkjubænda sé verið að skoða hvaða stuðning hægt er að veita félagsmönnum sem kunna að þurfa að fara út í aðgerðir.

Eins og gefur að skilja er ekki um einfaldar aðgerðir að ræða þegar útrýma þarf vírussýkingu úr gróðurhúsi. Það getur þurft hreinsa allt út úr húsunum og sótthreinsa þau og alltaf er hætta á að vírussýking geti sprottið upp aftur. Kostnaðurinn við slíkar aðgerðir er gríðarlegur og á stærstu tómatabýlunum getur hann numið tugum milljóna króna.

Sú staða getur hugsanlega komið upp að garðyrkjubændur leggi ekki í kostnaðinn ef þeir þurfa að taka skellinn einir og ákveði að hætta framleiðslu.. 

Í  32. grein búvörulaga nr. 99/1993 er heimild til að halda tímabundið áfram samningsbundnum stuðningi ef framleiðsluskilyrði raskast af ástæðum sem framleiðandi getur ekki haft áhrif á. Við erum að skoða hvort það geti átt við nú en þrátt fyrir þann stuðning er ljóst að þeir sem þurfa mögulega að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir sitja væntanlega eftir með töluvert, fjárhagslegt tjón.“
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...