Grunur um veirusmit í tómatplöntum
Fyrstu prófanir benda til að upp sé komin sýking af völdum vírus sem kallast Pepino mósaík vírus, PMV, í tómatarækt hér á landi. Vírusinn er landlægur víðast hvar í tómatarækt í Evrópu og víðar í heiminum. Vírusinn er ekki hættulegur mönnum en dregur úr uppskeru tómata.