Guðjón Auðunsson
Guðjón Auðunsson
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Guðjón er rekstrarhagfræðingur að mennt með víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi að því er fram kemur í tilkynningu frá Ísey útflutningi. Hann lét af störfum sem forstjóri Reita fasteignafélags fyrr á árinu.

„Meginverkefni nýs framkvæmdastjóra, í samvinnu við öflugt teymi starfsmanna Ísey hér á landi og erlendra samstarfsaðila, er að stuðla að enn frekari sókn á erlenda markaði með vöru og vörumerkið „ÍSEY“,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Ísey útflutningur er systurfélag Mjólkursamsölunnar, stofnað árið 2018 í þeim tilgangi að halda utan um erlenda starfsemi og útrás með vörur félagsins. Það er í áttatíu prósenta eigu Auðhumlu en Kaupfélag Skagfirðinga á tuttugu prósent í félaginu.

Í maí bárust fregnir af því að kúabændur á starfssvæði Auðhumlu fengju arðgreiðslu vegna góðs gengis Ísey útflutnings á árinu 2023. Ómar Geir Þorgeirsson var áður framkvæmdastjóri Ísey útflutnings.

Skylt efni: Ísey. úflutningur

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum
Fréttir 26. september 2024

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum

Tíðarfar til kornræktar í sumar var misjafnt eftir landshlutum. Á Norðvesturland...

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt
Fréttir 26. september 2024

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt

Réttað var í Fljótsdal um miðjan september, í Melarétt.

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða
Fréttir 26. september 2024

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) efnir á næstunni til fimm námskei...

Tveir fjölónæmir
Fréttir 26. september 2024

Tveir fjölónæmir

Árið 2023 voru níu Salmonella-stofnar úr stroksýnum við slátrun svína næmisprófa...

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi
Fréttir 26. september 2024

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi

Bú víða af Norðurlandi hafa þurft að leita eftir stuðningi hjá Bjargráðasjóði ve...

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu
Fréttir 25. september 2024

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hvetur vísindamenn með akademískar kennslust...

Greiða sjálf fyrir lífræna vottunarferlið í sláturhúsinu
Fréttir 23. september 2024

Greiða sjálf fyrir lífræna vottunarferlið í sláturhúsinu

Bændurnir í Sölvanesi í Skagafirði eru einu sauðfjárbændurnir á Íslandi sem stun...

Vilja flýta innviðauppbyggingu
Fréttir 23. september 2024

Vilja flýta innviðauppbyggingu

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfja...