Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hnokki frá Þóroddsstöðum stóð efstur hrossa á Selfossi með 8,59 í aðaleinkunn. Hnokki hefur farið mikinn á mótum í vor og sumar og sannað sig sem frambærilegur keppnishestur. Hér er hann á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks. Knapi er Bjarni Bjarnason.
Hnokki frá Þóroddsstöðum stóð efstur hrossa á Selfossi með 8,59 í aðaleinkunn. Hnokki hefur farið mikinn á mótum í vor og sumar og sannað sig sem frambærilegur keppnishestur. Hér er hann á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks. Knapi er Bjarni Bjarnason.
Mynd / Guðrún Hulda
Fréttir 9. september 2015

Hæfileikahross á síðsumarssýningum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Rúmlega 200 hross voru sýnd á þremur kynbótasýningum sem fram fóru á dögunum, á Selfossi, á Mið-Fossum í Borgarfirði og á Sauðárkróki. Komu þar fram mikil getuhross sem reyndust meðal hæst dæmdu hrossa ársins.
 
Um helmingur hrossanna var sýndur á Selfossi, 104 talsins. Hnokki frá Þóroddsstöðum stóð þar hæstur hrossa, með 8,59 í aðaleinkunn. Hnokki er 8 vetra geldingur undan Aroni frá Strandarhöfða og Dömu frá Þóroddsstöðum. Hnokki hefur verið að sanna sig á keppnisbrautinni undir stjórn Bjarna Bjarnasonar sem sýndi hann fyrir dómi. Hnokki hlaut þar 8,13 fyrir sköpulag og 8,89 fyrir hæfileika sem reynist vera 5. hæsta einkunn fyrir hæfileika á Íslandi í ár. Hann hlaut m.a. einkunnina 9 fyrir tölt, brokk, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið.
 
Næsthæstu aðaleinkunn hlaut Vegur frá Kagaðarhóli, 5 vetra, undan Óperu frá Dvergsstöðum og Seið frá Flugumýri II. Vegur hlaut 8,05 fyrir sköpulag og 8,62 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt og vilja og geðslag. Sýnandi og þjálfari Vegs er Jóhann Kristinn Ragnarsson.
 
Alls hlutu 40 hross fyrstu verðlaun, þ.e. með aðaleinkunnina 8,00 eða hærra, á sýningunni.
 
Úr keppni í dóm
 
Hryssan Arna frá Skipaskaga hefur vakið athygli á þessu ári. Fyrst á töltmótinu Þeir allra sterkustu undir stjórn Sigurðar Sigurðarsonar sem vann mótið. Í vor mættu þau Sigurður og Arna á úrtökumót fyrir Heimsmeistaramótið og tryggðu sér þar sæti í landsliði Íslands. Mánuði síðar dró Sigurður sig úr liðinu. Arna var nú sýnd á kynbótasýningunni á Mið-Fossum og stóð hún þar efst hrossa með 8,47 í aðaleinkunn. Arna hlaut 8,57 fyrir sköpulag og 8,40 fyrir kosti, en Sigurður sýndi hryssuna fyrir dómi.
 
Næsthæstu aðaleinkunn hlaut 5 vetra hryssa, Augsýn frá Lundum II, undan Kappa frá Kommu og Auðnu frá Höfða, sem hefur sannað sig sem gæðingamóðir. Augsýn hlaut 8,28 í aðaleinkunn, 8,29 fyrir sköpulag og 8,28 fyrir kosti. Önnur ung hryssa, Auðlind frá Brúnum, hlaut hæstu einkunn fyrir kosti á sýningunni, 8,51. Auðlind er undan Auði frá Lundum, bróður Augsýnar. Móðir Auðlindar er Átta frá Eystri-Hól. Hún hlaut 8,26 í aðaleinkunn. Sýnandi bæði Augsýnar og Auðlindar var Jakob Svavar Sigurðsson.
Alls voru 56 hross sýnd á Mið-Fossum og hlutu 16 hross fyrstu verðlaun á sýningunni.
 
Kostagóð á Sauðárkróki
 
Á Sauðárkróki hlaut 10 vetra hryssa hæstu aðaleinkunn sýndra hrossa, 8,49. Þar af hlaut Birta frá Laugardal fyrir kosti, og er þar með á meðal 10 hæst dæmdu hrossa fyrir kosti á árinu á Íslandi. Birta hlaut 9 fyrir tölt, hægt tölt og fegurð í reið og 9,5 fyrir vilja og geðslag og brokk. Birta er undan Aris frá Akureyri og Brá frá Laugardal. Hún hefur þegar átt tvö folöld en eigendur hennar eru Þorvarður Björgúlfsson og Magnús Bragi Magnússon sem sýndi hana fyrir dóm. 
 
Ungur stóðhestur, Hlekkur frá Ytra-Vallholti, hlaut næsthæstu aðaleinkunn sýningarinnar, 8,42. Hlekkur, sem er undan Arnoddi frá Auðsholtshjáleigu og Gnótt frá Ytra-Vallholti, hlaut 8,24 fyrir sköpulag og 8,54 fyrir kosti. Sýnandi Hlekks var Bjarni Jónasson. Alls voru 54 hross skráð til dóms á sýninguna og hlutu 26 þeirra fyrstu verðlaun.
 
Uppskera fram undan
 
Alls voru 1.165 dómar kveðnir upp á kynbótasýningum á Íslandi í ár. Alls hlutu 475 aðaleinkunnina 8 eða hærra. Um 41% sýndra hrossa fengu því fyrstu verðlaun. Fram undan er uppskeruhátíð hrossaræktarinnar en hún fer jafnan fram í nóvember samhliða aðalfundi Félags hrossabænda. Þar verður farið yfir hrossaræktarárið 2015 og ræktendur verða heiðraðir fyrir árangur sinn í hrossarækt, þar sem afkvæmahross og afkastamikil hrossaræktarbú hljóta verðlaun.

4 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...